Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

21. fundur 04. nóvember 2010 kl. 19:30 - 21:30 Félagsmiðstöð

21. fundur Frístunda- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Voga haldinn í Félagsmiðstöð
fimmtudaginn 04.11. 2010 kl. 19:30.

Mættir fundarmenn: Björn G. Sæbjörnsson, Erla Lúðvíksdóttir sem ritaði fundinn, Símon
Jóhannsson, Ragnar Davíð Riordan og Ingþór Guðmundsson. Stefán
Arinbjarnarson Frístunda – og menningarfulltrúi sat einnig fundinn.

1. Útleiga á leiguhúsnæði/Skyggnishús.
Nefndinni hefur borist erindi varðandi afnot af gamla Skyggnishúsinu við Akurgerði.
FMN vísar erindinu til bæjarráðs.
2. Fjölskyldudagsnefnd.
FMN felur frístunda- og menningarfulltrúa að senda út dreifibréf á nýju ári þar sem
óskað er eftir áhugasömum sjálfboðaliðum til að taka þátt í undirbúningi og
skipulagningu Fjölskyldudags í samstarfi við frístunda- og menningarfulltrúa.
3. Mótorsmiðja.
FMN felur frístunda- og menningarfulltrúa að kanna mögulegar útfærslur á
mótorsmiðju og hugsanlegan kostnað.
4. Félagsstarf aldraðra.
Frístunda- og menningarfulltrúi upplýsti FMN um félagsstarf eldri borgara. Starfið fer
vel af stað og er þátttaka góð.
5. Félagsmiðstöð.
Frístunda- og menningarfulltrúi upplýsti FMN um starfsemi félagsmiðstöðvar, sem
gengur vel. Kvenfélagið Fjóla gaf félagsmiðstöðinni glæsilega leikjatölvu og þakka
frístunda- og menningarfulltrúi og FMN kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf.
6. Gjörningahátíð.
Gjörningahátíð fór fram 15. og 16. október og tókst mjög vel. Hátíðin var styrkt af
menningarráði Suðurnesja og haldin í samstarfi sveitarfélagsins og Hlöðunnar. FMN
þakkar öllum hlutaðeigandi fyrir sitt framlag og vonast til að hátíðin verði að árvissum
viðburði.
7. Stofnun forvarnateymis.
Stofnað hefur verið forvarnateymi í sveitarfélaginu. Í því eru fulltrúi frá lögreglu,
skóla og félagsmiðstöð. Forvarnateymið mun leitast við að hafa samstarf við
einstaklinga, stofnanir og félagasamtök innan sveitarfélagsins.
8. Fjárhagsáætlanagerð.
Vinna við fjárhagsáætlanagerð er farin af stað.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21:30

Getum við bætt efni síðunnar?