Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

23. fundur 05. janúar 2011 kl. 19:30 - 21:40 Félagsmiðstöð

23. fundur Frístunda- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Voga haldinn í Félagsmiðstöð
miðvikudaginn 05.01. 2011 kl. 19:30.

Mættir fundarmenn: Björn G. Sæbjörnsson, Erla Lúðvíksdóttir, Símon Jóhannsson, Ragnar
Davíð Riordan og Ingþór Guðmundsson. Stefán Arinbjarnarson
Frístunda – og menningarfulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð
á tölvu.

1. Fundargerð síðasta fundar.
Rætt um mótorsmiðju. SA ætlar að setja sig í samband við fyrrverandi formann FMN
til að fá upplýsingar um málið.
2. Fjárhagsáætlun 2011.
FMN harmar þann niðurskurð sem frístunda- og menningarmál hafa orðið fyrir og
skorar á bæjarstjórn að leggja meira til málaflokksins í næstu fjárhagsáætlun.
3. Íþróttamaður ársins.
FMN felur frístunda- og menningarfulltrúa að auglýsa eftir tilnefningum til
íþróttamanns ársins 2010.
4. Þrettándagleði.
Ákveðið hefur verið að fresta þrettándagleði vegna veðurs. Áætlað er að hún verði
haldin laugardaginn 8. janúar kl. 18:00 samkvæmt áður auglýstri dagskrá.
5. Staða mála.
Frístunda- og menningarfulltrúi upplýsti FMN um stöðu mála.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21:40

Getum við bætt efni síðunnar?