Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

24. fundur 03. febrúar 2011 kl. 19:30 Félagsmiðstöð

24. fundur Frístunda- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Voga haldinn í Félagsmiðstöð
fimmtudaginn 03.02. 2011 kl. 19:30.

Mættir fundarmenn: Björn G. Sæbjörnsson, Erla Lúðvíksdóttir, Kristján Árnason og Ingþór
Guðmundsson. Stefán Arinbjarnarson Frístunda – og menningarfulltrúi
sat einnig fundinn og ritaði fundargerð á tölvu. Ragnar Davíð Riordan
mætti ekki og boðaði ekki forföll. Símon Jóhannsson boðaði forföll og
sat varamaður fundinn í hans stað.

1. Fundargerð síðasta fundar.
Rætt um mótorsmiðju. SA falið að ræða við áhugasaman aðila um framgang
mótorsmiðju. Nefndin verður upplýst um framgang málsins á næsta fundi.
2. Íþróttamaður ársins.
Reglugerð vegna kjörs á íþróttamanni ársins endurskoðuð. Frístunda- og
menningarfulltrúa falið að auglýsa eftir tilnefningum og koma með þær á næsta fund
FMN. Endurskoðuð reglugerð fylgir fundargerð.
3. Frístundakort.
FMN fagnar tilkomu frístundakorts börnum og unglingum sveitarfélagsins til heilla.
FMN leggur til að reglur um niðurgreiðslur til íþrótta- og tómstundastarfs verði
einfaldaðar fyrir næsta ár.
4. Tjaldstæði.
Fyrir liggur að ekki verður hægt að nýta gamla knattspyrnuvöllinn sem tjaldstæði þar
sem Þróttur verður að nýta hann til æfinga vegna tafa á framkvæmdum við nýtt
vallarsvæði. FMN leggur til að athugað verði að nota gamla tjaldstæðið til bráðabirgða
í sumar.
5. Staða mála.
Félagsmiðstöð fór og tók þátt í söngkeppni Samsuð sem haldin var í Garði. Sænsk
listakona, Ellakajsa Nordström dvelur í Vogum um þessar mundir við listsköpun. Hún
mun halda sýningu í Hlöðunni þann 10. febrúar n.k.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21:40

Getum við bætt efni síðunnar?