Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

27. fundur 05. maí 2011 kl. 19:30 - 21:55 Félagsmiðstöð

27. fundur Frístunda- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Voga haldinn í Félagsmiðstöð
fimmtudaginn 05.05. 2011 kl. 19:30.

Mættir fundarmenn: Björn G. Sæbjörnsson, Erla Lúðvíksdóttir, Símon Jóhannsson, og
Ingþór Guðmundsson. Ragnar Davíð Riordan boðaði forföll og mætti
Stefán Óskar Gíslason, varamaður í hans stað. Stefán Arinbjarnarson
Frístunda– og menningarfulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð
á tölvu.

1. Mótorsmiðja – fundur með áhugasömum.
Fimm manns mættu á fund um mótorsmiðju. Fram kom áhugi hjá fundarmönnum og
er vitað um fleiri áhugasama aðila sem tilbúnir eru að leggja málinu lið.
FMN óskar eftir að sveitarfélagið leggi mótorsmiðju til aðstöðu í hluta áhaldahússins.
Gert er ráð fyrir að mótorsmiðja verði starfrækt allt árið.
Sjá fylgiskjal með lið 1.
2. Frístundakort.
FMN felur frístunda- og menningarfulltrúa að afla upplýsinga um nýtingu
frístundakorts og koma með á næsta fund nefndarinnar.
3. Skráning í vinnuskóla.
Tölur um skráningu í vinnuskóla lagðar fram og ljóst að þátttaka er góð.
4. Opnunartími í íþróttamiðstöð.
FMN felur frístunda- og menningarfulltrúa að sækja um undanþágu varðandi vöktun í
sundlaug eins og fordæmi er fyrir.
5. Fjölskyldudagur.
FMN felur frístunda- og menningarfulltrúa að leggja fram fyrstu drög að dagskrá
Fjölskyldudags á næsta fundi.
6. Ungmennaráð.
Tveir fulltrúar úr ungmennaráði sveitarfélagsins tóku þátt í stjórnlagaþingi unga
fólksins í Reykjavík í apríl. Niðurstöður þingsins verða sendar til stjórnlagaráðs í
framhaldinu. Stefnt er að því að ungmennaráð verði sveitarfélaginu til ráðgjafar um
málefni ungs fólk í sveitarfélaginu og komi t.d. að deiliskipulagi íþróttasvæðis sem nú
stendur fyrir dyrum.
7. Málþing um menningu 28. maí.
Málþing verður haldið í bíósal Duushúsa 28. maí. Umræðuefnið er menning á
Suðurnesjum. Málþingið er samstarfsverkefni menningarfulltrúa á Suðurnesjum og
menningarráðs Suðurnesja.

FMN leggur til að ráðinn verði aðstoðarmaður frístunda- og menningarfulltrúa í sumar
og telur það mjög brýnt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21:55

Getum við bætt efni síðunnar?