Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

30. fundur 01. september 2011 kl. 19:30 - 22:15 Félagsmiðstöð

30. fundur Frístunda- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Voga haldinn í Félagsmiðstöð
fimmtudaginn 01.09. 2011 kl. 19:30.

Mættir fundarmenn: Björn G. Sæbjörnsson, Erla Lúðvíksdóttir, Símon Jóhannsson, Ingþór
Guðmundsson, Ragnar Davíð Riordan og Eirný Valsdóttir, bæjarstjóri.
Stefán Arinbjarnarson Frístunda– og menningarfulltrúi sat einnig
fundinn og ritaði fundargerð á tölvu.

1. Mótorsmiðja
FMN hittist í gamla Skyggnishúsinu ásamt bæjarstjóra og áhugasömum aðilum.
Ákveðið var að fara yfir drög að stofnsamþykkt og reglum fyrir mótorsmiðju og halda
stofnfund 15. september kl. 20:00 í gamla Skyggnishúsi.
2. Fjárhagsáætlun og þriggja ára áætlun, undirbúningur
Eirný Valsdóttir, bæjarstjóri, fór yfir það hvernig FMN mun koma að undirbúningi að
gerð fjárhagsáætlunar og þriggja ára áætlunar. Einnig var farið yfir helstu mál sem eru
á borði FMN.
3. Fjölskyldudagur
Farið yfir dagskrá Fjölskyldudags. Nefndin lýsir ánægju sinni með framkvæmd
hátíðarinnar. Stefnt að því að halda hátíðina dagana 10. – 12. ágúst á næsta ári og kalla
hana Fjölskyldudaga.
4. Ráðstefnan ungt fólk og lýðræði
Farið yfir upplýsingar varðandi ráðstefnuna. Frístunda- og menningarfulltrúa falið að
kynna ráðstefnuna og auglýsa eftir áhugasömum þátttakendum. FMN óskar eftir því
við bæjarráð að þátttakendur verði styrktir til ferðarinnar.
5. Staða frístunda- og menningarfulltrúa
Stefán víkur af fundi kl. 21.40
Fulltrúar L og H lista styðja eindregið að Stefáni Arinbjarnarsyni verði veitt
fastráðning í starf frístunda og menningarfulltrúa í Vogum. Jafnframt lýsum við yfir
mjög góðu samstarfi og ánægju með hans störf.
Stefán kemur á fund kl: 22:00
6. Félagsstarf
Frístunda- og menningarfulltrúi upplýsti FMN um starf í félagsmiðstöð og Álfagerði
sem er að fara af stað.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22:15

Getum við bætt efni síðunnar?