Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

32. fundur 01. desember 2011 kl. 19:30 - 20:55 Félagsmiðstöð

32. fundur Frístunda- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Voga haldinn í Félagsmiðstöð
fimmtudaginn 01.12.2011 kl. 19:30.

Mættir fundarmenn: Björn G. Sæbjörnsson, Ingþór Guðmundsson, Ragnar Davíð Riordan. Erla
Lúðvíksdóttir sem ritar fundargerð á tölvu, Símon Jóhannsson boðaði forföll og varamaður hans
Kristján Árnason mætti í hans stað kl :20:05. Stefán Arinbjarnarson Frístunda– og
meningarfulltrúi boðaði forföll,staðgengill mætti ekki

1. Íþróttamaður ársins.
Nefndin felur Frístunda og menningafulltrúa að óska eftir tilnefningum til íþróttamanns ársins 2011,
samkvæmt reglugerð Sveitafélagsins Voga. Stefnt er að útnefningu á íþróttamanni ársins á
þrettándagleði.
2. Tendrun jólaljósa.
Jólaljósin verða tendruð 4 desember.
3. Þrettándgleði.
Stefnt er að því að halda þrettándagleði eins og gert hefur verið undanfarin ár.
4. Minjafélagið.
FMN leggur til að minjafélag Vatnsleysustrandar verði styrkt með fjárframlagi og að hluta til með
vinnuframlagi þar sem t.d vinnuskólinn gæti lagt hönd á plóg. FMN telur minjafélagið þarft félag til að
standa vörð um minjar sveitafélagsins og vernda sögu þess.
5. Vímulaus æska-foreldrahús.
Fmn felur Frístunda og menningafulltrúa að hafa samband við félagið og skipuleggja kynningu.
6. Mennta og menningarmálaráðuneytið, íþróttamál.
Bréfið lagt fram.
7. Verk og tímaáætlun fyrir íþróttasvæði.
Gögnin lögð fram, nefndin óskar eftir ýtarlegri gögnum um kostnað og rekstur svæðisins.

Nefndin bókar:
Frístunda og menninganefnd óskar eftir þvi við bæjarráð að staðgengill Frístunda og menningafulltrúa
verði settur í starfið þegar í stað.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl: 20:55

Getum við bætt efni síðunnar?