Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

33. fundur 02. febrúar 2012 kl. 19:30 - 20:45 Félagsmiðstöð

33. fundur Frístunda- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Voga haldinn í Félagsmiðstöð
fimmtudaginn 02.02. 2012 kl. 19:30.

Mættir fundarmenn: Björn G. Sæbjörnsson, Ragnar Davíð Riordan, Erla Lúðvíksdóttir,
Símon Jóhannsson og Ingþór Guðmundsson. Stefán Arinbjarnarson
Frístunda– og menningarfulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð
á tölvu.

1. Íþróttamaður ársins
Nefndin tekur sér frekari tíma til að fara yfir tilnefningar. Stefnt er að útnefningu í
mars.
2. Mótorsmiðja/Tæknismiðja
Frístunda- og menningarfulltrúi upplýsti FMN um gang mála hjá mótorsmiðju.
Nefndin óskar eftir að fá mánaðarlegar fundargerðir frá stjórn mótorsmiðju.
3. Vímulaus æska - foreldrahús
Nefndin felur frístunda- og menningarfulltrúa að hafa samband við félagið og
skipuleggja kynningu.
4. Félagsstarf
Frístunda- og menningarfulltrúi upplýsti FMN um gang mála í félagsstarfi. M.a kom
fram að Melkorka Rós Hjartardóttir er komin í úrslit í söngkeppni Samfés. Nefndin
lýsir yfir mikilli ánægju með þennan frábæra árangur og óskar Melkorku góðs gengis í
úrslitakeppninni sem haldin verður í mars.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:45

Getum við bætt efni síðunnar?