Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

34. fundur 08. mars 2012 kl. 19:30 - 21:10 Félagsmiðstöð

34. fundur Frístunda- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Voga haldinn í Félagsmiðstöð
fimmtudaginn 08.03. 2012 kl. 19:30.

Mættir fundarmenn: Björn G. Sæbjörnsson, Ragnar Davíð Riordan, Erla Lúðvíksdóttir,
Símon Jóhannsson og Ingþór Guðmundsson. Stefán Arinbjarnarson
Frístunda– og menningarfulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð
á tölvu.

1. Íþróttamaður ársins
FMN fór yfir tilnefningar og tók ákvörðun. Íþróttamaður ársins verður krýndur á
árshátíð Stóru Vogaskóla.
2. Tæknismiðja
Málefni tæknismiðju rædd. Ákveðið að boða stjórn tæknismiðju á næsta fund FMN.
3. Öskudagur
Frístunda- og menningarfulltrúi sagði frá dagskrá Öskudags. Hægt er að sjá myndir frá
Öskudegi á heimasíðu sveitarfélagsins, www.vogar.is
4. Samfestingur
Samfestingurinn, hátíð Samfés fór fram helgina 2. og 3. mars. Fulltrúi
félagsmiðstöðvarinnar, Melkorka Rós Hjartardóttir, sigraði í söngkeppninni. FMN
óskar Melkorku innilega til hamingju með glæsilegan árangur.
5. Árshátíð starfsmanna sveitarfélagsins
Árshátíð starfsmanna sveitarfélagsins verður haldin í Tjarnarsal laugardaginn 17.
mars.
6. Listamaðurinn Elina Henriikka Lajunen
Finnska listakonan Elina Henriikka Lajunen dvelur nú í Vogum. FMN býður hana
velkomna.
7. Undirbúningur fyrir sumarstarf
Undirbúningur fyrir sumarstarf er að fara í gang.
8. Ungt fólk og lýðræði
Málið rætt. Frístunda- og menningarfulltrúa falið að athuga með áhugasama
þátttakendur.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21:10

Getum við bætt efni síðunnar?