Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

38. fundur 09. ágúst 2012 kl. 19:30 - 21:30 Félagsmiðstöð

38. fundur Frístunda- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Voga haldinn í Félagsmiðstöð
fimmtudaginn 09.08. 2012 kl. 19:30.

Mættir fundarmenn: Björn G. Sæbjörnsson, Stefán Óskar Gíslason, varamaður Ragnars
Davíðs Riordan, Erla Lúðvíksdóttir og Símon Jóhannsson. Ingþór
Guðmundsson boðaði forföll og varamaður mætti ekki. Stefán
Arinbjarnarson Frístunda– og menningarfulltrúi sat einnig fundinn og
ritaði fundargerð á tölvu.

1. Fjölskyldudagar í Vogum
Dagskrárdrög lögð fram og rædd. Dagskráin teygir sig nú yfir 4 daga og er hin
glæsilegasta.
2. Tæknismiðja
Ákveðið hefur verið að leysa stjórn Tæknismiðju undan störfum. Áframhald á
starfsemi Tæknismiðju verður skoðað í haust með breyttum forsendum.
3. Íþróttavöllur
Íþróttavöllurinn verður vígður formlega föstudaginn 17. ágúst. Fyrirhugað er að
fulltrúar frá KSÍ mæti og komi að vígslunni.
4. Stefnumótun fyrir gerð fjárhagsáætlunar
Fyrirhugað er að FMN fari í undirbúningsvinnu fyrir gerð fjárhagsáætlunar. Vinnu
verður haldið áfram á næsta fundi nefndarinnar.
5. Sumarstarf
Sumarstarf hefur gengið vel og er því að ljúka um þessar mundir.
6. Samskipti við félagasamtök
Ákveðið að fá félagasamtök í sveitarfélaginu til funda við nefndina með haustinu. Þar
verður farið yfir starf og framtíðarsýn til hliðsjónar við gerð samstarfssamninga.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21:30

Getum við bætt efni síðunnar?