Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

39. fundur 04. október 2012 kl. 19:30 - 22:30 Félagsmiðstöð

39. fundur Frístunda- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Voga haldinn í Félagsmiðstöð
fimmtudaginn 04.10. 2012 kl. 19:30.

Mættir fundarmenn: Ragnar Davíð Riordan, Símon Jóhansson, Erla Lúðvíksdóttir, Kristján
Árnason og Ingþór Guðmundsson. Stefán Arinbjarnarson Frístunda– og
menningarfulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð á tölvu.

1. Fjárhagsáætlun
FMN leggur til að sett verði upp vökvunarkerfi við knattspyrnuvöllinn. Einnig að
gengið verði frá samningi við golfklúbb Vatnsleysustrandar um umhirðu
knattspyrnuvallar. Lagt er til að sett verði sama fjármagn til framkvæmda við
tjaldsvæði og var í ár. FMN leggur til að fjárframlag sveitarfélagsins til
Fjölskyldudaga verði aukið um kr. 500.000,-.
2. Fjölskyldudagar í Vogum
Fjölskyldudagar þóttu takast afar vel. FMN þakkar frístunda- og menningarfulltrúa
fyrir góð störf við undirbúning og framkvæmd.
3. Forvarnamál
Málið rætt. FMN er sammála um að mikilvægi forvarna verði seint ofmetið. Kristján
yfirgaf fundinn kl. 21:30.
4. Samskipti við félagasamtök
Ákveðið að kalla fulltrúa félagasamtaka í sveitarfélaginu til fundar við nefndina fyrir
áramót.
5. Tjaldstæði
Málið rætt. FMN telur ekki grundvöll til gjaldtöku fyrir tjaldsvæði fyrr en frekari
uppbygging hefur farið fram.
6. Vetrarstarf
Frístunda- og menningarfulltrúi fór yfir vetrarstarfið sem komið er í fullan gang.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22:30

Getum við bætt efni síðunnar?