Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

40. fundur 01. nóvember 2012 kl. 19:30 - 21:00 Félagsmiðstöð

40. fundur Frístunda- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Voga haldinn í Félagsmiðstöð
fimmtudaginn 01.11. 2012 kl. 19:30.

Mættir fundarmenn: Ragnar Davíð Riordan, Símon Jóhansson, Erla Lúðvíksdóttir, Kristján
Árnason og Ingþór Guðmundsson. Stefán Arinbjarnarson frístunda– og
menningarfulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð á tölvu.

1. Heimsókn UMF Þróttar
Kristján Árnason, formaður Þróttar, fór yfir starfið og framtíðarsýn félagsins sem
fagnaði 80 ára afmæli 27. október s.l. Nefndin skoðaði samstarfssamning milli Þróttar
og sveitarfélagsins.
2. Íþróttamaður ársins
Ákveðið að auglýsa eftir tilnefningum til íþróttamanns ársins 2012. Íþróttamaður Voga
verður útnefndur á Þrettándanum.
3. Tendrun ljósa á jólatré
Ljósin verða tendruð á jólatrénu fyrstu helgina í desember.
4. Þrettándagleði
Þrettándagleði er fyrirhuguð með sama sniði og undanfarin ár.
5. Erindi frá bæjarráði um blakvöll
FMN líst vel á hugmyndina og leggur til að athugað verði með kostnað og
staðsetningu slíks vallar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21:00

Getum við bætt efni síðunnar?