Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

42. fundur 03. janúar 2013 kl. 19:30 - 21:30 Félagsmiðstöð

42. fundur frístunda- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Voga haldinn í félagsmiðstöð
fimmtudaginn 03.01. 2013 kl. 19:30.

Mættir fundarmenn: Björn Sæbjörnsson, Ragnar Davíð Riordan, Erla Lúðvíksdóttir, Símon
G Jóhannsson og Ingþór Guðmundsson. Stefán Arinbjarnarson
frístunda– og menningarfulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð
á tölvu.

1. Heimsókn kvenfélagsins Fjólu
Erla Lúðvíksdóttir vék af fundi. Hanna Helgadóttir, formaður kvenfélagsins Fjólu kom
og fræddi fundarmenn um starfsemi félagsins sem er afar fjölþætt. Fyrir liggur að gera
nýjan samstarfssamning milli kvenfélagsins og sveitarfélagsins. Starfsemi
kvenfélagsins miðar að því að auðga samfélagið. Hanna vék af fundi kl. 20:20.
2. Íþróttamaður ársins
Erla kom aftur á fundinn. Ragnar vék af fundi. Farið yfir tilnefningar og íþróttamaður
ársins valinn. Íþróttamaður ársins 2012 verður útnefndur við hátíðlega athöfn
sunnudaginn 6. janúar kl. 16:00 í íþróttamiðstöðinni.
3. Þrettándagleði
Ragnar kom aftur á fundinn. Þrettándagleði verður haldin sunnudaginn 6. janúar n.k.
Kyndilganga verður frá félagsmiðstöð kl. 18:00. Síðan verður brenna og
flugeldasýning og dagskrá lýkur með grímuballi í Tjarnarsal.
4. Drög að samstarfssamningi við Norræna félagið í Vogum
Drögin lögð fram og rædd. FMN felur frístunda- og menningarfulltrúa að koma
athugasemdum nefndarinnar á framfæri við bæjarstjóra.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21:30

Getum við bætt efni síðunnar?