Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

43. fundur 07. mars 2013 kl. 19:30 - 20:40 Félagsmiðstöð

Fundinn sátu:
Oddur Ragnar Þórðarson Formaður, Erla Lúðvíksdóttir Aðalmaður, Símon Georg
Jóhannsson Aðalmaður, Ingþór Guðmundsson Aðalmaður, Magnús Björgvinsson
Aðalmaður, Stefán Arinbjarnarson, frístunda- og menningarfulltrúi Ritari og Ásgeir
Eiríksson, bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Stefán Arinbjarnarson, Frístunda- og menningarfulltrúi

Dagskrá:
1. 1302065 - Umsókn um styrk úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða
Frístunda- og menningarfulltrúi greindi FMN frá styrkumsókn sveitarfélagsins í
framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Nefndin lýsir ánægju með málið.

2. 1303007 - Aðsókn í Íþróttamiðstöð sveitarfél. Voga
Farið yfir gögn um aðsóknartölur í íþróttamiðstöð. FMN fagnar umræddum
upplýsingum og telur þær koma að gagni í umræðunni.

3. 1303009 - Sumarstarf sveitarfélagsins Voga.
Frístunda- og menningarfulltrúi upplýsti FMN um að undirbúningur sumarstarfs væri
kominn í gang. Stefnt að útgáfu bæklings um sumarstarf á næstunni.

4. 1303011 - Starfsemi í félagsmiðstöð Voga 2013
Frístunda- og menningarfulltrúi fór yfir starfsemi í félagsmiðstöðinni.

5. 1303010 - Félagsstarf eldri borgara í Vogum 2013
Farið yfir dagskrá fyrir félagsstarf eldri borgara í Álfagerði. FMN lýsir ánægju með
metnaðarfullt starf og tilurð öldungaráðs.

6. 1302039 - Samstarfssamningur við Vélavini
Samstarfssamningur milli sveitarfélagsins og vélavina í Vogum kynntur fyrir

43 Frístunda- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Voga

Sveitarfélagið Vogar

2

nefndinni.

7. 1302025 - Forvarnarstefna Sveitarfélagsins Voga
Rætt um gerð forvarnarstefnu. FMN felur frístunda- og menningarfulltrúa að hefja
vinnu við gerð forvarnarstefnu í samstarfi við hagsmunaaðila.

8. 1303012 - 19. fundur Samsuð 20. febrúar 1013
Fundargerðin lögð fram.

9. 1211075 - 29. fundur Menningarráðs Suðurnesja
Fundargerðin lögð fram.

10. 1212028 - 30. fundur Menningarráðs Suðurnesja
Fundargerðin lögð fram.

11. 1302067 - 31. fundur Menningarráð Suðurnesja
Fundargerðin lögð fram.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:40

Getum við bætt efni síðunnar?