Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

52. fundur 12. nóvember 2014 kl. 18:30 - 18:30 í félagsmiðstöð
Nefndarmenn
  • Erla Lúðvíksdóttir formaður
  • Stefán Arinbjarnarson, frístunda- og menningarfulltrúi embættismaður
  • Þorvaldur Örn Árnason varaformaður
  • Kristinn Benediktsson aðalmaður
  • Sylvía Hlíf Latham aðalmaður
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Arinbjarnarson frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Heimsókn Frístunda og menningarnefndar til UMFÞ.

1411005

FMN kíkir í heimsókn til framkvæmdastjóra og stjórnar UMFÞ og fræðist um starfsemi félagsins. Ekkert fylgiskjal fylgir málinu.
FMN hitti stjórn og framkvæmdastjóra UMFÞ. Formaður UMFÞ bauð nefndarfólk velkomið og fór yfir starf félagsins. Iðkendur eru um 130 talsins í í fjórum íþróttagreinum, knattspyrnu, körfuknattleik, júdó og sundi. Einnig er í gangi samstarf með taekwondodeild Keflavíkur sem hófst í september og gefur góða raun. Framkvæmdastjóri er starfandi hjá félaginu í hálfu starfi. Starf félagsins er blómlegt og skiptir miklu máli fyrir sveitarfélagið.

2.Íþróttamaður ársins í Vogum 2014

1411007

Farið yfir reglur og verklag fyrir íþróttamann ársins sem til stendur að útnefna á Þrettándanum. Eitt fylgiskjal fylgir málinu.
Farið var yfir reglur og verklag fyrir íþróttamann ársins. Auglýst verður eftir tilnefningum og íþróttamaður ársins svo útnefndur á þrettándanum, 6. janúar.

3.Jól og áramót í Vogum 2014.

1411006

Unnið er að gerð bæklings varðandi jól og áramót í sveitarfélaginu sem dreift verður í hús á næstunni. Ekkert fylgiskjal fylgir málinu.
Unnið er að gerð bæklings varðandi jól og áramót í sveitarfélaginu sem dreift verður í hús á næstunni. Þar verður að finna upplýsingar um viðburði í sveitarfélaginu tengda jólum og áramótum.

4.Ósk um bogfimiaðstöðu

1408001

Óskað var eftir að nefndin gæfi umsögn sína varðand ósk frá íbúa um að komið yrði upp bogfimiaðstöðu í sveitarfélaginu. Tvö fylgiskjöl fylgja málinu.
Bæjarráð óskaði eftir umsögn FMN varðandi ósk frá íbúum um að komið verði upp bogfimiaðstöðu í sveitarfélaginu. FMN telur ekki unnt að koma upp slíkri aðstöðu af eftirtöldum ástæðum. Bogfimi þarf að vera stunduð af viðurkenndu félagi innan ÍSÍ en ekkert slíkt félag er starfandi á Suðurnesjum, bogar falla undir vopnalög nr. 16/1998. Öflug bogfimifélög eru starfandi á höfuðborgarsvæðinu og vonandi verður slíkt félag til á svæðinu innan tíðar. FMN þakkar bréfritendum framtakið.

5.Starfsemi í Álfagerði 2014

1402005

Farið yfir helstu viðburði í Álfagerði, liðna og væntanlega. Ekkert fylgiskjal fylgir málinu.
Frístunda- og menningarfulltrúi fór yfir starfið í Álfagerði. Blómlegt starf verður í gangi í desember sem auglýst verður í jólabæklingi.

6.Starfsemi í félagsmiðstöð Voga 2014

1402004

Farið yfir helstu viðburði í félagsmiðstöð, liðna og væntanlega. Ekkert fylgiskjal fylgir málinu.
Frístunda- og menningarfulltrúi fór yfir starfið í félagsmiðstöðinni.

7.Samningur við Gym heilsu

1411009

Farið yfir erindi frá Gym heilsu varðandi rekstur líkamsræktar. Eitt fylgiskjal fylgir málinu.
Reynsla af samstarfi sveitarfélagsins við Gym heilsu er góð. Nefndin telur jákvætt að skoða samning við Gym heilsu en bendir á að skoða þurfi tímalengd og uppsagnarákvæði.

8.Menning og ferðaþjónusta.

1411008

Rætt um menningar- og ferðamál í sveitarfélaginu á víðum grunni. Tvö fylgiskjöl fylgja málinu.
Rætt um menningar- og ferðamál í sveitarfélaginu. FMN telur mikilvægt að skoða stefnumótun í þessum málum og móta sveitarfélaginu stefnu til framtíðar.

9.Fundargerðir Samsuð 2014

1402003

Fundargerðir lagðar fram og ræddar. Tvö fylgiskjöl fylgja málinu.
Fundargerðirnar lagðar fram og ræddar.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni síðunnar?