Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

81. fundur 26. september 2019 kl. 17:45 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Friðrik V. Árnason formaður
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson varaformaður
  • Sindri Jens Freysson aðalmaður
  • Guðrún Kristín Ragnarsdóttir aðalmaður
  • Tinna Hallgríms aðalmaður
  • Anna Karen Gísladóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Daníel Arason, menningarfulltrúi ritari
  • Matthías Freyr Matthíasson embættismaður
Fundargerð ritaði: Daníel Arason menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Starfsemi Ungmennafélagsins Þróttar veturinn 2019-20

1909032

Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri Ungmennafélagsins Þróttar kynnir starfsemi félagsins veturinn 2019-20.
Petra Ruth Rúnarsdóttir formaður ungmennafélagsins Þróttar og Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri félagsins komu á fundinn og kynntu vetrarstarf félagsins.
Starfið í vetur verður bæði með hefðbundnu sniði en þó bryddað upp á ýmsum nýjungum, t.d. íþróttaskóla barna, unglingahreysti og brussubolta.

2.Heilsueflandi samfélag.

1807002

Matthías Freyr Matthíasson íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir stöðu málsins
Matthías Freyr Matthíasson íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti málið.
Skrifað var undir samning um heilsueflandi við landlækni 14. ágúst. Skipa þarf starfshóp um verkefnið og frístunda- og menningarnefnd óskar eftir því við bæjarráð að það hlutist til um það sem fyrst í samstarfi við íþrótta- og tómstundafulltrúa.

3.Félagsstarf eldri borgara í Vogum haustið 2019

1909024

Daníel Arason menningarfulltrúi kynnir félagsstarf eldri borgara haustið 2019
Daníel Arason menningarfulltrúi kynnti félagsstarf eldri borgara fram að áramótum. Hægt er að sjá fréttabréf félagsins á vef sveitarfélagsins.

4.Starfsemi í félagsmiðstöð 2019 (haust)

1909029

Matthías Freyr Matthíasson íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir starfsemi í félagsmiðstöðinni veturinn 2019-20
Matthías Freyr Matthíasson íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir starfsemina.
Starfsemin hófst 2. september. Haldið var ungmennaþing þar sem fram komu margar góðar hugmyndir sem munu nýtast í vetur. Góð þátttaka er meðal ungmenna í starfinu og mikil gróska í því. Dagskrá hvers mánaðar má sjá á Facebook síðu félagsmiðstöðvarinnar.

5.Vinnuskóli 2019

1909030

Matthías Freyr Matthíasson íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir starfsemi vinnuskólans sumarið 2019
Matthías Freyr Matthíasson íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti sumarstarf vinnuskólans. Verkefni skólans voru hefðbundin. 32 ungmenni voru skráð í vinnuskólann sem er fjölgun um 2 frá því í fyrra.

6.Heilsu- og forvarnarvika á Suðurnesjum.

1809043

Matthías Freyr Matthíasson kynnir heilsu- og forvarnarviku á Suðurnesjum sem verður 30. sept til 4. okt næstkomandi.
Matthías Freyr Matthíasson íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti heilsu- og forvarnarviku á Suðurnesjum.
Meðal þess sem sveitarfélagið leggur af mörkum er til dæmis það að það verður frítt í sund, kynfræðingur kemur og ræðir við unglinga, ungmennafélagið Þróttur býður ókeypis á ýmsar æfingar.

7.Fjárhagsáætlunargerð fyrir frístunda- og menningarsvið 2020

1909031

Daníel Arason menningarfulltrúi og Matthías Freyr Matthíasson íþrótta- og tómstundafulltrúi fara yfir helstu áherslur í fjárhagsáætlanagerð fyrir árið 2020.
Matthías Freyr Matthíasson íþrótta- og tómstundafulltrúi og Daníel Arason menningarfulltrúi kynntu stöðuna í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2020 og helstu áherslur í þeirri vinnu.

8.Dagur félagasamtaka í Vogum 2019

1909033

Umræða um dag félagasamtaka í Vogum 2019
Frístunda- og menningarnefnd leggur til að menningarfulltrúi kanni áhuga félagasamtaka í sveitarfélaginu að taka þátt í degi félagasamtaka þar sem félögin myndu kynna starfsemi sína.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?