Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

49. fundur 03. apríl 2014 kl. 19:30 - 19:30 í félagsmiðstöð
Nefndarmenn
  • Oddur Ragnar Þórðarson formaður
  • Magnús Björgvinsson aðalmaður
  • Erla Lúðvíksdóttir aðalmaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Stefán Arinbjarnarson, frístunda- og menningarfulltrúi ritari
Fundargerð ritaði: Stefán Arinbjarnarson frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Forvarnarstefna Sveitarfélagsins Voga

1302025

Farið yfir forvarnastefnu. Unnið er að uppsetningu hennar og verður endanleg útgáfa síðan send bæjarráði til staðfestingar.

2.Starfsemi í Álfagerði 2014

1402005

Frístunda- og menningarfulltrúi fór yfir starfsemina í Álfagerði síðustu vikur. Einnig rætt um starfið framundan. Stefnt er að lokahátíð 30. maí og þriggja daga vorferð norður í land 3. - 5. júní. FMN lýsir yfir ánægju með gott starf í Álfagerði.

3.Starfsemi í félagsmiðstöð Voga 2014

1402004

Frístunda- og menningarfulltrúi fór yfir starfsemina í félagsmiðstöð síðustu vikur og starfsemina fram að skólalokum. Magnús vék af fundi kl. 20:05. Rætt um að skoða möguleika á að halda ungmennaþing í sveitarfélaginu á haustdögum.

4.Sumarstarf sveitarfélagsins Voga 2014

1303009

Búið er að auglýsa sumarstörf og undirbúningur vinnuskóla, leikjanámskeiða og annarra sumarverka er í fullum gangi. Unnið er að gerð sumarbæklings og stefnt að útgáfu hans fljótlega eftir páska.

5.Fundargerðir Samsuð 2014

1402003

Fundargerðir lagðar fram og ræddar.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?