Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

48. fundur 13. febrúar 2014 kl. 19:30 - 19:30 í félagsmiðstöð
Nefndarmenn
  • Oddur Ragnar Þórðarson formaður
  • Erla Lúðvíksdóttir aðalmaður
  • Símon Georg Jóhannsson aðalmaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Stefán Arinbjarnarson, frístunda- og menningarfulltrúi ritari
Fundargerð ritaði: Stefán Arinbjarnarson frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Forvarnarstefna Sveitarfélagsins Voga

1302025

Farið yfir drög að forvarnastefnu sveitarfélagsins og þau rædd. Nefndin óskar eftir nánari þátttöku lögreglu við gerð forvarnastefnu. Stefnt er að því að endanleg drög liggi fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

2.Starfsemi í Álfagerði 2014

1402005

Liður er án gagna
Frístunda- og menningarfulltrúi fór yfir starfsemina í Álfagerði. FMN ákveður að bjóða eldri borgurum í Vogum til kvöldverðar í Álfagerði í marsmánuði.

3.Starfsemi í félagsmiðstöð Voga 2014

1402004

Liður er án gagna
Frístunda- og menningarfulltrúi fór yfir starfsemi í félagsmiðstöð. Nefndin lýsir yfir ánægju með starfsemi félagsmiðstöðvar og lofar nýhafið samstarf við grunnskóla og félagsmiðstöðvar í Hafnarfirði.

4.Aðsókn í Íþróttamiðstöð sveitarfél. Voga

1303007

Farið yfir upplýsingar um aðsókn í íþróttamiðstöð Voga árið 2013. Tölurnar sýna um 10 % aukningu á aðsókn milli áranna 2012 og 2013.

5.Tæknismiðjan

1210051

Liður er án gagna
Rætt um starfsemi tæknismiðju sem farin er af stað og fær góðar undirtektir ungmenna í sveitarfélaginu. Nefndin fagnar öflugu starfi tæknismiðju og hvetur til frekari kynningar á starfseminni.

6.Ungt fólk 2013

1311031

Farið yfir skýrslu um ungt fólk 2013 og hún rædd.

7.Þróun vímuefnaneyslu ungmenna á íslandi

1309038

Farið yfir skýrslur um þróun vímuefnaneyslu ungmenna á Íslandi og þær ræddar. Nefndin fagnar jákvæðri þróun sem lesa má út úr skýrslunum.

8.Fundargerðir 2014

1402003

Fundargerðin lögð fram.

9.Fundargerðir Samsuð 2013

1309011

Fundargerðirnar lagðar fram.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?