Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

72. fundur 13. febrúar 2018 kl. 19:30 - 22:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Þorvaldur Örn Árnason formaður
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson varaformaður
  • Tinna Hallgrímsdóttir aðalmaður
  • Baltasar Bjarmi Björnsson aðalmaður
  • Davíð Harðarson varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Arinbjarnarson frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Erindi frá Landgræðslu-og skógræktarfélaginu Skógfelli. Stígur að Háabjalla.

1712014

Erindi frá Landgræðslu- og Skógræktarfélaginu Skógfelli til bæjarstjórnar varðandi gerð stígs að Háabjalla. Bréfið var einnig sent formanni FMN til kynningar.

Afgreiðsla FMN.
Málið rætt. Nefndin telur mikilvægt að íbúar hafi gott aðgengi að útivistarsvæðinu við Háabjalla og Snorrastaðatjarnir.

2.Fundargerðir Samsuð 2017

1702031

Fundargerð frá Samsuðfundi 8. desember

Afgreiðsla FMN.
Fundargerðin lögð fram.

Fundargerð frá Samsuðfundi 21. desember

Afgreiðsla FMN.
Fundargerðin lögð fram.

3.Safnahelgi á Suðurnesjum 2018

1802032

Safnahelgi á Suðurnesjum verður haldin dagana 10. og 11. mars. Ókeypis aðgangur verður á söfn á Suðurnesjum og fjölmargir menningarviðburðir í Garði, Grindavík, Reykjanesbæ, Sandgerði, og Vogum. Unnið er að skipulagningu dagskrár en meðal þess sem verður á döfinni í Vogum er málþing um Stefán Thorarensen. Hann var sveitarhöfðingi, prestur, sálmaskáld og menntafrömuður á 19. öld. Áætlað er að málþingið verði sunnudaginn 11. mars 2018 milli kl. 13 og 15.30 í Kálfatjarnarkirkju.
Einnig er áætlað að Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar bjóði gestum í skólasafnið í Norðurkotsskóla.
Dagskrá Safnahelgar verður vel kynnt á Suðurnesjum, m.a. á www.safnahelgi.is

Afgreiðsla FMN.
Málið rætt.

4.Menningarverðlaun Sveitarfélagsins Voga.

1802033

Frístunda- og menningarnefnd samþykkti á síðasta ári reglur um menningarverðlaun sem síðan voru staðfestar af bæjarstjórn. Þær eru nú aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins. Frístunda- og menningarnefnd gekk frá auglýsingu og verður hún send út.

Afgreiðsla FMN. ´
Nefndin ákveður að menningarverðlaun verði veitt við hátíðlega athöfn sumardaginn fyrsta, þann 19. apríl og setur tilnefningafrest til 14. mars. Frístunda- og menningarnefnd hvetur íbúa og félagasamtök til að senda inn tilnefningar.

5.Íþróttamaður ársins í Vogum.

1511035

Íþróttamaður Voga 2017 var útnefndur við hátíðlega athöfn á gamlársdag. Frístunda- og menningarnefnd sá um valið og var auglýst eftir tilnefningum. Við sama tækifæri voru veitt hvatningarverðlaun til ungmenna sem þótt hafa skarað framúr á sviði íþrótta. Nefndin fór yfir skipulag og framkvæmd atburðarins og ræddi.

Afgreiðla FMN.
Málið rætt. Nefndin þakkar innsendar tilnefningar og óskar verðlaunahöfum til hamingju.

6.Starfsemi í Álfagerði 2018

1802034

Starfsemi er blómleg í Álfagerði og búið að gefa út bækling fyrir félagsstarf á vorönn sem dreift var til allra íbúa sveitarfélagsins sem eru 60 ára og eldri. Fjölmennt þorrablót var haldið í Álfagerði í janúar sem þótti vel heppnað.

Afgreiðsla FMN.
Málið rætt.

7.Starfsemi í félagsmiðstöð 2018

1802036

Starf félagsmiðstöðvar hefur farið vel af stað á nýju ári og var t.a.m. farið á grunnskólahátíð Hafnarfjarðar en hefð er fyrir því að Hafnfirðingar bjóði okkur á hátíðina. Öskudagsskemmtun verður haldin venju samkvæmt en þar er um að ræða samstarfsverkefni félagsmiðstöðvar og nemenda í 10. bekk ásamt foreldrum.

Afgreiðsla FMN.
Málið rætt.

8.Starfsáætlun Frístunda-og menningarnefndar 2018

1802035

Farið yfir starfsáætlun FMN sem höfð hefur verið til grundvallar við starfsemi nefndarinnar á kjörtímabilinu.

Afgreiðsla FMN.
Málið rætt. Nefndin setur sér það markmið að útrunnir samstarfssamningar við frjáls félög í sveitarfélaginu verði endurnýjaðir áður en nefndin lætur af störfum.

Fundi slitið - kl. 22:00.

Getum við bætt efni síðunnar?