Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

70. fundur 25. október 2017 kl. 19:30 - 22:15 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Þorvaldur Örn Árnason formaður
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson varaformaður
  • Marteinn Ægisson aðalmaður
  • Kristinn Benediktsson aðalmaður
  • Tinna Hallgrímsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Stefán Arinbjarnarson frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Aðgerðir til að efla félagsstarf í Vogum

1602057

Fara þarf yfir stöðu samstarfssamninga milli sveitarfélagsins og félagasamtaka. Endurnýja þarf samninga þar sem þess er þörf og mikilvægt að sveitarfélagið sýni frumkvæði í þeim efnum.

Afgreiðsla FMN.
Frístunda- og menningarfulltrúi ætlar að skoða stöðu samstarfssamninga og ræða við forsvarsmenn félaga.

2.Dagur félagasamtaka í Vogum

1502032

Dagur félagasamtaka í Vogum verður haldinn laugardaginn 28. október. Félagasamtök verða með opið hús í Tjarnarsal milli kl. 13:00 og 15:00. Þar gefst íbúum kostur á að kynna sér starfsemi félagasamtaka og spjalla við forsvarsmenn þeirra. Veitingar verða á boðstólnum og gæti orðið töluverður gestagangur þar sem alþingiskosningar eru þennan dag.

Afgreiðsla FMN.
Nefndin fagnar því að þessi dagur sé haldinn og vonar að hann verði til þess að efla og kynna starfsemi félaganna sem gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu.

3.Fjárhagsáætlun frístundasviðs 2018

1709034

Farið yfir drög að viðhaldi og búnaði fyrir fjárhagsáætlun frístundasviðs 2018 og þau rædd. Einnig rætt um upphæð frístundastyrks í samanburði við ýmis önnur sveitarfélög.

Afgreiðsla FMN.
Ákveðið að frístunda- og menningarfulltrúi og formaður FMN sendi bæjarstjóra nokkur atriði sem nefndin telur mikilvægt að hafa í huga við fjárhagsáætlanagerðina. Það hefur ótvírætt forvanargildi að börn og ungmenni taki þátt í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi. FMN leggur því til að frístundastyrkur verði hækkaður og horft til nágrannasveitarfélaga í því sambandi.

4.Menningarstefna Sveitarfélagsins Voga

1502031

Rætt hefur verið um að veita viðurkenningar fyrir menningar- og félagsstarf. Um slíka viðurkenningu er m.a. fjallað í menningarstefnu sveitarfélagsins og reglum um menningarverðlaun sem nefndin samdi og bæjarstjórn samþykkti. Rætt hvenær væri gott tækifæri fyrir veitingu slíkrar viðurkenningar og með hvaða hætti það er gert. Heiðursborgarar voru t.a.m. heiðraðir 17. júní s.l. og hafði FMN aðkomu að því.

Afgreiðsla FMN.
Ákveðið að óska eftir tilnefningum fyrir menningar- og félagaverðlaun og þau verði afhent við hátíðlega athöfn 17. júní.

5.Starfsemi í félagsmiðstöð 2017.

1702038

Nýr starfsmaður tekur til starfa nú um mánaðamótin og mun hann m.a. koma að félagsstarfi á vegum sveitarfélagsins, allt frá börnum og ungmennum upp í elstu íbúa sveitarfélagsins. Þessi starfsmaður heitir John F. Bond.


Afgreiðsla FMN.
FMN fagnar nýjum starfsmanni og er hann boðinn velkominn til starfa.

6.Lýðheilsa í Vogum

1710035

Lýðheilsa er eitthvað sem skiptir alla íbúa máli. Vikuna 2. til 8. október var í fyrsta skipti haldin Heilsu- og forvarnarvika á Suðurnesjum. Þar voru heilsu- og forvarnarmál í kastljósinu og var fjölbreytt dagskrá í boði. Meðal viðburða má nefna að dr. Janus Guðlaugsson var með fyrirlestur í Álfagerði. Þar fjallaði hann um fjölþætta heilsueflingu fyrir eldri íbúa sveitarfélagsins og jákvæð áhrif hennar. Annað skref í bættri lýðheilsu eru lýðheilsugöngur sem boðið var uppá alla miðvikudaga í september. Var þátttaka góð og almenn ánægja með göngurnar en þær voru hluti af afmælisdagskrá Ferðafélags Íslands.

Afgreiðsla FMN.
FMN fagnar því að sveitarfélögin á Suðurnesjum taki saman höndum á þessu mikilvæga sviði.

Fundi slitið - kl. 22:15.

Getum við bætt efni síðunnar?