Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

69. fundur 21. september 2017 kl. 19:30 - 22:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Þorvaldur Örn Árnason formaður
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson varaformaður
  • Tinna Hallgrímsdóttir aðalmaður
  • Davíð Harðarson varamaður
  • Baltasar Bjarmi Björnsson varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Arinbjarnarson frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Fjölskyldudagar 2017

1703018

Fjölskyldudagar fóru fram vikuna 14. - 20. ágúst s.l. Var þetta í 21. skipti sem hátíðin fór fram. Margt var um manninn, veður með besta móti og tókust hátíðahöld almennt með ágætum. Dagskrá Fjölskyldudaga var fjölbreytt og fjölskylduvæn líkt og áður og hefur hátíðin fest sig í sessi. Tólf félagasamtök í sveitarfélaginu komu að dagskrá hátíðarinnar og var samstarf sveitarfélagsins og félaganna farsælt. Fundað var fyrir og eftir hátíðina og farið yfir skipulag og útkomu.

Afgreiðsla FMN.
FMN lýsir yfir ánægju með hvernig til tókst og þakkar öllum þeim fjölmörgu sem að hátíðinni komu fyrir ómetanlegt framlag.

2.Lýðheilsugöngur

1707011

Í tilefni af 90 ára afmæli Ferðafélags Íslands er boðið upp á lýðheilsugöngur á öllu landinu í september. Boðið er upp á slíkar göngur hér í Vogum og eru umsjónarmenn þeirra Þorvaldur Örn Árnason og Viktor Guðmundsson. Gengið er á miðvikudögum í 60 - 90 mínútur í senn og hefur þátttaka verið góð.

Afgreiðsla FMN.
FMN fagnar þessu frábæra framtaki og óskar Ferðafélagi Íslands til hamingju með 90 ára afmælið.

3.Starfsemi í Álfagerði 2017.

1702037

Félagsstarf í Álfagerði er farið af stað og hefur bæklingi verið dreift í öll hús. Skipulagsbreytingar eru á lokastigi en búið er að ráða í starf matráðs í Álfagerði og hefur Sæunn Inga Margeirsdóttir verið ráðin. Fullur kraftur mun svo færast í félagsstarfið þegar nýr starfsmaður hefur störf sem m.a. mun hafa umsjón með öllu félagsstarfi í sveitarfélaginu. Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf innan skamms.

Afgreiðsla FMN.
FMN væntir góðs af nýju fyrirkomulagi en hefði jafnframt viljað vera upplýst fyrr um umræddar breytingar til að geta haft aðkomu að málum á fyrri stigum.

4.Starfsemi í Íþróttamiðstöð 2017.

1702036

Búið er að ráða Árna Rúnar Árnason í starf forstöðumanns íþróttamannvirkja og hóf hann störf 1. ágúst.

Afgreiðsla FMN.
FMN býður Árna velkomin til starfa og óskar honum velfarnaðar í starfi.

5.Starfsemi í félagsmiðstöð 2017.

1702038

Vetrarstarf í félagsmiðstöð er farið af stað. Unnið er að skipulagsbreytingum sem eru á lokastigum. Ráðinn verður tómstunda- og félagsmálafræðingur sem hafa mun umsjón með félagsstarfi á vegum sveitarfélagsins fyrir unga jafnt sem aldna. Leikjanámskeið í sumar tókust með ágætum og voru vel sótt. Annað sumarstarf gekk einnig vel. Má þar t.a.m. nefna vinnuskólann en nemendur þar voru reyndar óvenju fáir.

Afgreiðsla FMN.
FMN væntir mikils af starfsemi félagsmiðstöðvar og lýsir ánægju með góða aðstöðu, m.a. íþróttamannvirki sem félagsstarfið nýtur góðs af.

6.Fjárhagsáætlun frístundasviðs 2018

1709034

Vinna við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2018 er að hefjast. Nefndarfólk FMN getur komið með sínar áherslur og hugmyndir fyrir fjárhagsáætlanagerðina.

Afgreiðsla FMN.
Málið rætt og vísað til næsta fundar nefndarinnar.

7.Dagur félagasamtaka í Vogum

1502032

FMN ákvað að halda dag félagasamtaka í Vogum og endurvekja þannig fyrri hefð. Hugsunin með slíkum degi er að félögin geti kynnt sitt starf fyrir íbúum og jafnvel fengið inn nýja félaga. Eftir samráðsfund með félögunum hefur verið ákveðið að halda dag félagasamtaka laugaraginn 28. október en það er sami dagur og gengið verður til alþingiskosninga. Þá er líklegt að margir verði á faraldsfæti og geti sótt félögin heim.

Afgreiðsla FMN.
FMN lýsir ánægju með framtakið og væntir góðrar þátttöku.

8.Heilsu- og forvararvika á Suðurnesjum 2017

1709033

Ákveðið hefur verið að halda sameiginlega Heislu- og forvarnarviku á Suðurnesjum og er þetta í fyrsta skipti sem það er gert. Um er að ræða vikuna 2.- 8. október og verður reynt að höfða til sem flestra íbúa á Suðurnesjum með málefni Heilsu og forvarna að leiðarljósi.
Vonir standa til að vikan geti orðið að árlegum viðburði á Suðurnesjum og stuðli þannig að bættri lýðheilsu á svæðinu.

Afgreiðsla FMN.
Nefndin er ánægð með þetta sameiginlega verkefni á Suðurnesjum og vonar að Heilsu- og forvarnarvika verði upphaf að breyttum og enn betri lífsstíl hjá bæjarbúum.

Fundi slitið - kl. 22:00.

Getum við bætt efni síðunnar?