Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

68. fundur 12. júní 2017 kl. 19:30 - 22:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Þorvaldur Örn Árnason formaður
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson varaformaður
  • Marteinn Ægisson aðalmaður
  • Kristinn Benediktsson aðalmaður
  • Baltasar Bjarmi Björnsson varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Arinbjarnarson frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Fjölskyldudagar 2017

1703018

Farið yfir drög að dagskrá og þau rædd. Margir fastir liðir eru í dagskránni en alltaf er eitthvað um nýjungar. Búið er að hafa samband við fulltrúa félagasamtaka og verður haldinn fundur með félögunum á næstunni þar sem dagskrá og möguleg aðkoma félaga verður til umræðu.

Afgreiðsla FMN.
Málið rætt.

2.Almenningsíþróttir í Vogum

1703019

Rætt um að efla almenningsíþróttir í sveitarfélaginu. Í því sambandi hafa t.a.m. komið fram hugmyndir um frisbeegolfvöll sem væri jafnvel hægt að tengja fótboltagolfvöll við. Farið yfir fyrstu hugmynd að frisbeegolfvelli sem liggur fyrir og gróft kostnaðarmat. Rætt um fleiri greinar almenningsíþrótta og mikilvægi þess að fá frumherja til verka á þessu sviði. Einnig er brýnt að nýta stóra viðburði á landsvísu eins og Hreyfiviku til að auka þátt almenningsíþrótta í sveitarfélaginu.

Afgreiðsla FMN.
Hugmyndum um frisbeegolfvöll vísað til bæjarstjórnar.

3.Aðgerðir til að efla félagsstarf í Vogum

1602057

Rætt um að halda dag félagasamtaka í Vogum í haust. Þar gætu félög kynnt starf sitt og þannig boðið nýja félaga velkomna. Einnig væri hægt að veita félögum og einstaklingum viðurkenningar fyrir öflugt félags- og menningarstarf en nýlega er búið að afgreiða reglur um slíkar viðurkenningar.

Afgreiðsla FMN.´
Ákveðið að halda dag félagasamtaka 23. september og bjóða félögum til þátttöku.

4.Starfsemi í Álfagerði 2017.

1702037

Félagsstarfið í Álfagerði er komið í sumarfrí. Enn er boðið upp á heitan mat í hádeginu virka daga og verður svo í allt sumar. Starfinu lauk með ferð austur á land dagana 30. maí - 1. júní. 30 manns fóru í ferðina sem þótti afar vel heppnuð.

Afgreiðsla FMN.
Málið rætt.

5.Starfsemi í Íþróttamiðstöð 2017.

1702036

Frístunda- og menningarfulltrúi fór yfir breytingar á starfsemi og skipulagi íþróttamiðstöðvar. Búið er að auglýsa nýtt starf og unnið er að ráðningu.

Afgreiðsla FMN.
Málið kynnt.

Fundi slitið - kl. 22:00.

Getum við bætt efni síðunnar?