Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

66. fundur 16. mars 2017 kl. 19:30 - 22:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Þorvaldur Örn Árnason formaður
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson varaformaður
  • Kristinn Benediktsson aðalmaður
  • Oddur Ragnar Þórðarson aðalmaður
  • Davíð Harðarson varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Arinbjarnarson frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Safnahelgi á Suðurnesjum 2017

1702034

Safnahelgi á Suðurnesjum fór fram helgina 11. - 12. mars. Um er að ræða sameiginlegan viðburð allra sveitarfélaga á Suðurnesjum. Dagkrá í Vogum fólst m.a. í ljósmyndasýningum og dagskrá í sundlauginni. Vel tókst til og sóttu um 200 manns viðburðina í Vogum.

Afgreiðsla FMN
FMN lýsir ánægju með verkefnið. Nefndin telur mikilvægt að gott og öflugt samstarf sé á milli sveitarfélaga á svæðinu.

2.Menningarstefna Sveitarfélagsins Voga

1502031

Farið yfir reglur um menningarverðlaun sem eru í vinnslu. Menningarverðlaunum er ætlað að vera viðurkenning og um leið hvatning fyrir félagasamtök eða einstaklinga í sveitarfélaginu til afreka á sviði menningar- og félagsstarfs.

Afgreiðsla FMN
Relgurnar samþykktar og verða sendar bæjarstjórn til staðfestingar.

3.Heiðursborgari sveitarfélagsins Voga

1208032

Fyrir liggja samþykktar reglur um val og útnefningu heiðursborgara sveitarfélagsins Voga. Nefndin ræðir hugmyndir um að FMN tilnefni heiðursborgara.

Afgreiðsla FMN
Nefndin tilnefnir heiðursborgara og sendir til bæjarstjórnar.

4.Fjölskyldudagar 2017

1703018

Farið yfir dagskrá hátíðarinnar 2016, athugasemdir sem fram komu að henni lokinni og hugmyndir að nýjungum. Mikilvægt að þróa hátíðina áfram um leið og fastir punktar þurfa líka að vera á sínum stað í dagskránni. Rætt um mikilvægi þátttöku félagasamtaka í hátíðinni til að tryggja framvæmd hennar. Í því sambandi veltir nefndin fyrir sér umfangi hátíðarinnar.

Afgreiðsla FMN
Ákveðið að fara yfir stöðu mála á næsta fundi nefndarinnar sem verður í apríl.

5.Ungmennalýðræði í Vogum

1604018

Ungmennaþing var haldið í Vogum 1. nóvember og hafa ungmenni síðan komið saman og unnið með afrakstur þingsins. Farið yfir afrakstur frá ungmennum en þau munu hitta bæjarstjórn í lok mars og fara yfir nokkur mál sem lúta að bæjaryfirvöldum og brenna á ungmennum.

Afgreiðsla FMN
FMN fagnar frumkvæði í lýðræðislegri vinnu ungmenna í sveitarfélaginu og væntir mikils af vinnunni. Afar mikilvægt er að sem flestir íbúar geti látið skoðun sína í ljós og þannig haft áhrif á gang mála í sínu nærumhverfi.

6.Almenningsíþróttir í Vogum

1703019

Rætt um hugmyndir til að efla almenningsíþróttir í Vogum. Hafin er tilraun með badmintontíma fyrir almenning sem hefur fengið góðar undirtektir. Komið hafa fram fleiri hugmyndir, t.d. hópatímar í íþróttasal og stofnun skokkhóps í sveitarfélaginu.

Afgreiðsla FMN
Nefndin fagnar framkomnum hugmyndum og telur mikilvægt að hvetja íbúa til fjölbreyttrar hreyfingar og heilsuræktar. FMN felur frístunda- og menningarfulltrúa að þróa málið áfram.

7.Fundargerðir Samsuð 2017

1702031

Fundargerð frá Samsuðfundi 7. mars

Afgreiðsla FMN.
Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 22:00.

Getum við bætt efni síðunnar?