Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

43. fundur 07. mars 2013 kl. 19:30 - 21:30 í félagsmiðstöð
Nefndarmenn
  • Oddur Ragnar Þórðarson formaður
  • Erla Lúðvíksdóttir aðalmaður
  • Símon Georg Jóhannsson aðalmaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Magnús Björgvinsson aðalmaður
  • Stefán Arinbjarnarson, frístunda- og menningarfulltrúi ritari
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Arinbjarnarson Frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Umsókn um styrk úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða

1302065

Án fylgigagna
Frístunda- og menningarfulltrúi greindi FMN frá styrkumsókn sveitarfélagsins í framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Nefndin lýsir ánægju með málið.

2.Aðsókn í Íþróttamiðstöð sveitarfél. Voga

1303007

Farið yfir gögn um aðsóknartölur í íþróttamiðstöð. FMN fagnar umræddum upplýsingum og telur þær koma að gagni í umræðunni.

3.Sumarstarf sveitarfélagsins Voga.

1303009

Án fylgigagna
Frístunda- og menningarfulltrúi upplýsti FMN um að undirbúningur sumarstarfs væri kominn í gang. Stefnt að útgáfu bæklings um sumarstarf á næstunni.

4.Starfsemi í félagsmiðstöð Voga 2013

1303011

Án fylgigagna
Frístunda- og menningarfulltrúi fór yfir starfsemi í félagsmiðstöðinni.

5.Félagsstarf eldri borgara í Vogum 2013

1303010

Farið yfir dagskrá fyrir félagsstarf eldri borgara í Álfagerði. FMN lýsir ánægju með metnaðarfullt starf og tilurð öldungaráðs.

6.Samstarfssamningur við Vélavini

1302039

Samstarfssamningur milli sveitarfélagsins og vélavina í Vogum kynntur fyrir nefndinni.

7.Forvarnarstefna Sveitarfélagsins Voga

1302025

Rætt um gerð forvarnarstefnu. FMN felur frístunda- og menningarfulltrúa að hefja vinnu við gerð forvarnarstefnu í samstarfi við hagsmunaaðila.

8.Samstarfssamningur Þróttar 2012-2016

1210041

Kynnt verður skýrsla frá starfi Þróttar.
Skýrsla frá starfi Þróttar lögð fram og lýsir FMN ánægju með hana.

9.19. fundur Samsuð 20. febrúar 1013

1303012

Fundargerðin lögð fram.

10.29. fundur Menningarráðs Suðurnesja

1211075

Fundargerðin lögð fram.

11.30. fundur Menningarráðs Suðurnesja

1212028

Fundargerðin lögð fram.

12.31. fundur Menningarráð Suðurnesja

1302067

Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 21:30.

Getum við bætt efni síðunnar?