Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

64. fundur 08. nóvember 2016 kl. 19:30 - 21:45 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Oddur Ragnar Þórðarson aðalmaður
  • Þorvaldur Örn Árnason formaður
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson varaformaður
  • Marteinn Ægisson aðalmaður
Starfsmenn
  • Stefán Arinbjarnarson, frístunda- og menningarfulltrúi embættismaður
Fundargerð ritaði: Stefán Arinbjarnarson frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Frístundasviðs 2017

1610007

Farið yfir drög að fjárhagsáætlun frístundasviðs sem tekin hafa verið til fyrri umræðu bæjarstjórnar.

Afgreiðsla FMN.
Nefndin leggur áherslu á að fjáhagsáætlun sé gerð auðskiljanleg og gagnsæ. Nefndin leggur til að tryggt verði fjármagn til menningarmála þar sem nýlega hefur verið gengið frá menningar- og félagastefnu sveitarfélagsins. Nefndin minnir á tjaldsvæði sem áður hefur verið fjallað um og einnig frisbeegolfvöll sem áætlað er að kosti um 700 þúsund krónur. Tillaga að hönnun vallarins verður send til bæjaryfirvalda. Mikilvægt er að koma upp lýsingu við gerfigrasvöll sveitarfélagsins sem staðsettur er við Stóru-Vogaskóla og sinna viðhaldi hans. Gera þarf ráð fyrir fúavörn á stúku við íþróttavelli sveitarfélagsins.

2.Ungmennalýðræði í Vogum

1604018

Þriðjudaginn 1. nóvember var í fyrsta sinn haldið ungmennaþing í Vogum. Þar mættu ungmenni á aldrinum 13 - 20 ára og ræddu þau málefni sem voru þeim efst í huga. Þau munu vinna frekar með málefnin á næstunni og halda annað ungmennaþing á nýju ári.

Afgreiðsla FMN.
FMN lýsir yfir mikilli ánægju með framtakið og væntir mikils af starfi ungmennaþings.

3.Menningarstefna Sveitarfélagsins Voga

1502031

Menningarstefna hefur verið samþykkt. Þar er m.a. rætt um menningarverðlaun sem veitt eru bæði einstaklingum og félagasamtökum sem skarað fram úr á sviði menningar hverju sinni.

Afgreiðsla FMN.
Drög að reglum um menningarverðlaun lögð fram og rædd.

4.Íþróttamaður ársins í Vogum.

1511035

Rætt um val á íþróttamanni ársins í Vogum.

Afgreiðsla FMN.
Ákveðið að auglýsa eftir tilnefningum á næstu dögum og útnefna íþróttamann Voga við hátíðlega athöfn í Álfagerði á gamlársdag.

5.Fundargerðir Samsuð 2016

1602052

Fundargerð frá Samsuðfundi 11. október.

Afgreiðsla FMN.
Fundargerðin lögð fram og rædd. Nefndin tekur undir hugmyndir um sameiginlega heilsu- og forvarnaviku á Suðurnesjum.

Fundi slitið - kl. 21:45.

Getum við bætt efni síðunnar?