Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

61. fundur 26. maí 2016 kl. 19:30 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Oddur Ragnar Þórðarson aðalmaður
  • Þorvaldur Örn Árnason formaður
  • Kristinn Benediktsson aðalmaður
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson varaformaður
  • Marteinn Ægisson aðalmaður
  • Stefán Arinbjarnarson, frístunda- og menningarfulltrúi embættismaður
Fundargerð ritaði: Stefán Arinbjarnarson frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Ungmennalýðræði í Vogum

1604018

Margrét Sigurðardóttir, æskulýðsfulltrúi Seltjarnarness, kom á fundinn og fræddi FMN um þá metnaðarfullu og fjölbreyttu vinnu sem unnin er á Seltjarnarnesi í málefnum ungmennalýðræðis. Þar hefur verið unnið að ungmennalýðræði frá 2007 með vel menntuðu starfsfólki og góðum erlendum tengslum. Öllum ungmennum á aldrinum 16-25 ára stendur til boða að mæta á ungmennaþing 4 sinnum á ári og þar eru mótuð verkefni til næstu mánuða. Einnig skipa þessi þing ungmennafulltrúa til setu í öllum nefndum bæjarins með málfrelsi og tillögurétt og hefur það gefið mjög góða raun. Hún lagði mikla áherslu á að hafa gott starfsfólk og gera allt í gleði og jákvæðni. Margrét vék af fundi.

Afgreiðsla FMN.
FMN telur afar metnaðarfullt starf í gangi og lýsir yfir vilja til að hefjast handa í haust og hafa vinnu og aðferðir Seltirninga í huga við fyrirhugað skipulag og framkvæmd ungmennalýðræðis í Vogum.

2.Menningarstefna Sveitarfélagsins Voga

1502031

Formaður lagði fram endanlega útgáfu af menningarstefnu fyrir sveitarfélagið. Stefnan hefur verið í mótun og m.a. verið send til félagasamtaka og stofnana í sveitarfélaginu til samráðs og umsagnar.

Afgreiðsla FMN.
Um leið og FMN fagnar þeim áfanga að gerð menningarstefnu sé lokið, samþykkir nefndin menningarstefnuna og sendir hana bæjarstjórn til staðfestingar.

3.Aðgerðir til að efla félagsstarf í Vogum

1602057

Formaður lagði fram grunnskjal að samningi FMN við félagasamtök í sveitarfélaginu. Tilgangurinn er að samræma þá samtarfssamninga sem gerðir eru við félagasamtök en nokkrir þeirra eru komnir að endurnýjun.

Afgreiðsla FMN.
FMN samþykkir samningsgrunninn og vísar honum til afgreiðslu og staðfestingar bæjarstjórnar.

4.Málefni Þróttar

1602058

Marteinn vék af fundi.
Málið rætt.

Bókun fulltrúa D lista. Rætt er um frávísun Vogamanna af æfingum hjá meistaraflokki Þróttar.
Getraunapeningar.
Þegar fólk spilar með í getraunum þá er hægt að heita á íþróttafélög sem njóta þá góðs af því og fá greiðslu úr sjóði íslenskra getrauna.
Fólk heitir á ungmennafélagið í þeirri trú að ungmennafélagið fái þá að njóta góðs af því.
Á fundi 118 hjá ungmennafélaginu sem haldinn var 7. apríl sl. var samþykkt að tekjur félagsins vegna ársins 2015 yrðu færðar yfir til meistaraflokks félagsins. Margir voru fjarverandi frá fundinum og var þetta samþykkt með 2 atkvæðum og einn sat hjá, en 5 eiga að vera í stjórninni.
Þetta skýtur skökku við í ljósi þess að nýlega voru æfingagjöld hækkuð all verulega vegna ónógra tekna ungmennafélagsins að sögn stjórnar.
D-listi lýsir yfir þungum áhyggjum af þessu í ljósi þess að iðkendum hefur fækkað verulega síðastliðið ár, áhyggjur eru af því að félagið sé á rangri leið til að hvetja ungmenni til frekari iðkunnar og reiknast okkur til að tekjur af iðgjöldum séu á svipuðum stað og þær voru áður en hækkanir komu til sögunnar.
Ef aukapeningar eru til hjá félaginu teljum við að frekar ætti að lækka iðgjöldin aftur og freista þess að ná fyrri iðkendafjölda en að samþykkja millifærslu þessara fjármuna til meistaraflokks.

Við í FMN eigum að senda félaginu athugasemdir og biðja um að fjármunir félagsins verði nýttir börnunum í hag og til að byggja upp ungmennafélagið.

Bókun Þorvaldar og Kristins Sveinssonar. Þetta eru innri málefni ungmennafélagsins Þróttar og ekki er á valdi bæjarstjórnar, bæjarráðs eða frístunda- og menningarnefndar að hlutast til um þau. Við teljum að ræða eigi þessi málefni á aðalfundum UMFÞ og Knattspyrnudeildar UMFÞ. Við teljlum að UMFÞ sé á réttri leið þegar til lengri tíma er litið og teystum því að félalagið hafi hagsmuni ungmenna og íþróttaiðkenda í heiðri.

5.Sumarstörf í Vogum 2016

1604017

Marteinn kom aftur á fundinn.
Búið er að gefa út bækling um sumarstarf í Vogum og hefur honum verið dreift í öll hús í sveitarfélaginu. Þar er farið yfir það starf sem í boði er fyrir börn og ungmenni í sveitarfélaginu í sumar.

Rætt um golfnámskeið GVS. Nýlega kom beiðni inn til bæjarráðs sveitarfélagsins Voga frá golfklúbbi Vatnleysustrandar. Óskaði golfklúbburinn eftir aðstoð frá sveitarfélaginu varðandi akstur til og frá golfvelli samhliða golfnámskeiði í tvær vikur. Ekki var hægt að verða við erindinu vegna þess að starfsmenn sveitarfélagsins hafa ekki tíma til að sinna þessum akstri í sumar.

Afreiðsla FMN.
FMN hvetur bæjaryfirvöld til að lána Caddy bíl sveitarfélagsins Voga gegn því að golfklúbbur Vatnleysustrandar sinni akstrinum.

Skortur er á afþreyingu fyrir 4., 5., 6. og 7. bekk barna í Sveitarfélaginu Vogum í sumar. Nefndinni er mikið í mun að staðið sé við bakið á æskulýðsstarfi innan sveitarfélagsins.

Samþykkt með 4 atkvæðum, 1 á móti.
Bókun Kristins Sveinssonar. Sveitarfélagið Vogar hefur hafnað útláni á WW Caddy bifreið sveitarfélagsins áður til félagasamtaka og til að gæta jafnræðis tel ég að sveitarfélagið Vogar ætti ekki að lána bifreiðar til frjálsra félagasamtaka.

6.Uppbygging ferðamannastaða.

1605020

Erindi sambands sveitarfélaga um uppbyggingu ferðamannastaða er vísað til FMN frá bæjarráði til kynningar.

Afgreiðsla FMN.
Lagt fram.

7.Fundargerðir Samsuð 2016

1602052

Fundargerð frá 18. apríl lögð fram.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?