Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

127. fundur 04. nóvember 2025 kl. 17:00 - 20:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Anna Karen Gísladóttir aðalmaður
  • Samúel Þórir Drengsson aðalmaður
  • Guðmann Rúnar Lúðvíksson formaður
  • Björg Ásta Þórðardóttir varaformaður
Starfsmenn
  • Hanna Lísa Hafsteinsdóttir Sérfræðingur stjórnsýslu og verkefnastjóri menninga
  • Hólmfríður J. Árnadóttir Sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Hanna Lisa Hafsteinsdottir Sérfræðingur stjórnsýslu og verkefnastjóri menninga
Dagskrá

1.Menningarviðburðir framundan

2510025

Lögð fram drög að menningarviðburðum sem framundan eru.
Nefndin fór yfir fyrirhugaða menningarviðburði á næstunni. Sviðsstjóra fjölskyldusviðs er falið að setja út auglýsingu vegna tilnefninga til íþróttamanns ársins. Ákveðið var að veita jafnframt viðurkenningu fyrir sjálfboðaliða ársins.

2.Drög að erindisbréfi ungmennaráðs

2510031

Lögð fram drög að erindisbréfi ungmennaráðs Sveitarfélagsins Voga.
Nefndin frestar málinu fram á næsta fund.

3.Aðgerðaáætlun íþrótta- og tómstunda 2025

2510030

Lögð fram aðgerðaáætlun íþrótta- og tómstunda fyrir sveitarfélagið.
Nefndin fór yfir aðgerðaráætlun íþrótta- og tómstunda stefnu fyrir sveitarfélagið og fjallaði um áherslur og framtíðaráform.

Fundi slitið - kl. 20:00.

Getum við bætt efni síðunnar?