Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

112. fundur 21. mars 2024 kl. 17:30 - 19:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Sædís María Drzymkowska formaður
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Anna Karen Gísladóttir aðalmaður
  • Samúel Þórir Drengsson aðalmaður
  • Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Stefán Gunnarsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur Stefán Gunnarsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Dagskrá

1.Íþróttamaður ársins - Hvatningaverðlaun 2023

2311012

Val á Íþróttamanni ársins rætt og hvernig megi gera viðburðinum hærra undir höfði.
Framkvæmd val á íþróttamanni ársins rædd. Íþótta og tómstundafulltrúa falið að ræða við félögin um mögulega samvinnu.

2.Íþróttamiðstöð opnunartími yfir hátíðar

2403012

Rætt um hvernig megi setja opnunartíma í kringum hátíðir í fastara form.

Nefndin telur að íþróttahús og sundlaug eigi aðeins að vera lokuð á stórhátíðardögum.

3.Menningaverðlaun Sveitarfélagsins Voga

2403013

Framkvæmd Menningaverðlauna Sveitarfélagsins rædd og línur lagðar við valið.
Nefnin felur íþrótta og tómstunda fulltrúa að auglýsa eftir tilnefningum til menningaverðlauna sveitarfélagsins. Bæði í flokki einstaklinga og félagasamtaka.
Lagt var til að tilnefningar þurfi að berast fyrir 15.maí.

4.Vinabæjarsamstarf Norrænafélagsins og Frístunda og menninganefndar við Fjaler

2312015

Samstarf Norræna félagsins og frístunda og menninganefndar um samskipti við Fjarler rædd.
Samstarfið rætt. Nefndin felur íþrótta og tómstundafulltrúa er falið að fá nánari upplýsingar um hlutverk nefndarinnar í samstarfinu.

5.17. júní hátíðarhöld 2024 80 ára afmæli lýðveldisins

2403025

Skipulag hátíðarhalda á 17. júní rætt og mögulegt samstarf vegna 80 ára afmælis lýðveldisin.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna málið áfram með áherslu á 80 ára afmæli lýðveldissins í huga.

6.Stóri Plokkdagurinn 2024

2403031

Skipulag stóra Plokkdagsins rædd.
Málinu vísað til umhverfisnefndar.

7.Umræður um samninga við félögin.

2403032

Umræður um samninga við íþrótta og menningafélög Sveitarfélagsins
Nefndin ákvað að fara í endurskoðun samninga við öll félagasamtök í sveitarfélaginu.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?