Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

104. fundur 19. janúar 2023 kl. 17:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Guðmann Rúnar Lúðvíksson formaður
  • Sædís María Drzymkowska varaformaður
  • Hanna Lísa Hafsteinsdóttir aðalmaður
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Anna Karen Gísladóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Daníel Arason forstöðumaður stjórnsýslu
  • Guðmundur Stefán Gunnarsson íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Daníel Arason Forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá

1.Bjartur lífstíll - Hreyfiúrræði eldri borgara

2211009

Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir stöðuna á verkefninu Bjartur lífsstíll og hugmyndir að framhaldi þess.
Lagt fram
Verkefnið Bjartur lífsstíll miðar að því að efla hreyfingu fyrir eldri borgara. Verkefnið er unnið í samvinnu Sveitarfélagsins Voga og UMF Þróttar, og er sett upp þannig að hver eldri borgari í Sveitarfélaginu Vogum getur nýtt sér allt að fjórar klukkustundir á viku í ýmis konar hreyfingu. UMF Þróttur mun sjá um námskeiðin.
Frístunda- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að skoða hvort nýta megi fjármuni sem áætlaðir hafa verið í frístundastyrk til eldri borgara til að greiða kostnað vegna verkefnisins en hann er áætlaður að hámarki 1.300.000 kr. á ári. Sérstaklega í ljósi þess að mjög fáir eldri borgarar hafa nýtt sér styrkinn hingað til.

2.Fundadagskrá Frístunda- og menningarnefndar 2023

2301015

Lögð fram tillaga að fundadagskrá Frístunda og menningarnefndar fyrir árið 2023.
Samþykkt
Formaður leggur fram drög að fundadagskrá nefndarinnar fyrir árið. Nefndin samþykkir áætlunina.

3.Menningarviðburðir í Sveitarfélaginu Vogum árið 2023

2301014

Lagt fram yfirlit yfir væntanlega menningarviðburði á vegum sveitarfélagsins árið 2023.
Lagt fram
Lagt fram minnisblað forstöðumanns stjórnsýslu með yfirliti yfir þá viðburði sem hingað til hafa verið árlegir. Flestir þessara viðburða eru haldnir að frumkvæði sveitarfélagsins og í nær öllum tilvikum í góðu samstarfi við hin ýmsu félagasamtök í sveitarfélaginu.

4.Útgáfa á ritverkinu Ísland 2020

2301012

Árið 2018 var skrifað undir samning við útgáfufyrirtækið Sagaz ehf. um að Sveitarfélagið Vogar væri þátttakandi í ritverkinu Ísland 2020 - atvinnuhættir og menning. Nú er komið að útgáfu ritsins og er verkefnið kynnt nefndinni.
Lagt fram
Forstöðumaður stjórnsýslu kynnti verkefnið fyrir nefndinni. Nefndin fagnar því að komið sé að útgáfu ritverksins.

5.Menningarverðlaun Sveitarfélagsins Voga 2023

2301013

Menningarverðlaun Sveitarfélagsins Voga eru að jafnaði veitt árlega samkvæmt reglum þar um.
Lagt fram
Frístunda- og menningarnefnd samþykkir að auglýst skuli eftir tilnefningum til menningarverðlauna Sveitarfélagsins Voga samkvæmt reglum þar um. Forstöðumanni stjórnsýslu er falið að auglýsa eftir tilnefningum. Menningarverðlaun verða afhent við hátíðlega athöfn í Tjarnarsal fimmtudaginn 20. apríl, sumardaginn fyrsta.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?