Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

94. fundur 15. apríl 2021 kl. 17:30 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Sindri Jens Freysson formaður
  • Guðrún Kristín Ragnarsdóttir aðalmaður
  • Anna Karen Gísladóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bjarki Þór Wíum Sveinsson aðalmaður
  • Inga Sigrún Baldursdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Daníel Arason, forstöðumaður stjórnsýslu
  • Guðmundur Stefán Gunnarsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Daníel Arason Forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá

1.Menningarverðlaun Sveitarfélagsins Voga 2021

2104138

Fjallað um tilnefningar til menningarverðlauna 2021.
Samþykkt
Afhending menningarverðlauna Sveitarfélagsins Voga fer fram í Tjarnarsal sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 22. apríl 2021, kl. 12.00.
Tvær tilnefningar bárust í ár. Niðurstaða nefndarinnar á vali á þeim sem hljóta menningarverðlaunin er skráð í trúnaðarbókun.

2.Styrktarsjóður EBÍ 2021

2104208

Mál vísað frá bæjarráði. Óskað er eftir því að Frístunda- og menningarnefnd skoði hvort ástæða sé til að sækja um styrk í Styrktarsjóð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands.
Lagt fram
Nefndin ræddi ýmis verkefni sem sveitarfélagið gæti sótt um í sjóðinn.

3.Ærslabelgur-Staðsetning

2104148

Óskað er eftir tillögum nefndarinnar að staðsetningu á Ærslabelg.
Samþykkt
Frístunda- og menningarnefnd leggur til að ærslabelgur verði staðsettur við gafl íþróttamiðstöðvar.

4.Menningarstefna Sveitarfélagsins Voga - endurskoðun 2021

2104219

Umræða um menningar- og félagastefnu Sveitarfélagsins Voga.
Lagt fram
Nefndin fór yfir menningar- og félagastefnu Sveitarfélagsins. Meðal annars voru ræddar hugmyndir um leiðir til að uppfylla markmið stefnunar enn betur.

5.Félagsmiðstöðin Boran - opnun fyrir fullorðna

2104222

Fjallað um hvort mögulegt er að hafa félagsmiðstöðina opna fyrir fullorða reglulega, t.d. vikulega.
Lagt fram
Rætt um hvort hægt sé að hafa félagsmiðstöðina opna fyrir fullorða, til dæmis einu sinni í viku. Góð aðstaða er í boði í félagsmiðstöðinni og myndi svona starf samræmast vel því starfi sem nú þegar er í félagsmiðstöðinni. Ákveðið er að gera tilraun með slíka opnun í náinni framtíð og verður það kynnt betur á samfélagsmiðlum.

6.Úthlutun sérstaks íþrótta- og tómstundastyrks 2020-2021

2104111

Lagt fram til kynningar og umfjöllunar.
Lagt fram
Síðastliðið haust veitti Félagsmálaráðuneytið sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundaiðkunar barna af tekjulægri heimilum. Styrkurinn nemur 45.000 kr. á hvert barn og annast sveitarfélögin afgreiðslu styrkumsókna.
Nú hafa 33 börn í Sveitarfélaginu Vogum nýtt sér þennan styrk.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?