Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

92. fundur 04. febrúar 2021 kl. 17:30 - 19:00 í félagsmiðstöð
Nefndarmenn
  • Sindri Jens Freysson formaður
  • Guðrún Kristín Ragnarsdóttir aðalmaður
  • Anna Karen Gísladóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bjarki Þór Wíum Sveinsson aðalmaður
  • Tinna Hallgríms aðalmaður
  • Einar Ásgeir Kristjánsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Daníel Arason, forstöðumaður stjórnsýslu
  • Guðmundur Stefán Gunnarsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Daníel Arason Forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá

1.Ritun útgerðarsögu Vatnsleysustrandarhrepps - Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar - Haukur Aðalsteinsson

2101024

Kynning á verkefninu ritun útgerðarsögu Vatnsleysustrandarhrepps
Lagt fram
Handritið að bókinni er tilbúið og verið er að vinna í myndum og kortum. Nefndarmenn hlakkar til að fá að sjá bókina þegar hún kemur út enda verður hún mikið rit

2.Íþróttamaður ársins 2020

2009037

Sindri Jens Freysson formaður nefndarinnar fer yfir framkvæmd athafnar við útnefningu íþróttamanns ársins 2020
Lagt fram
Íþróttamaður ársins í Sveitarfélaginu Vogum var útnefndur í janúar og er það Andy Pew. Einnig voru veitt hvatningarverðlaun. Athöfnin var haldin í Tjarnarsal og var henni streymt vegna fjöldatakmarkana. Það er samdóma álit nefndarinnar að athöfnin hafi tekist vel og öll framkvæmd kringum hana.
Frístunda- og menningarnefnd ræddi að skoða reglur um íþróttamann ársins og hvort þörf sé á að endurskoða þær lítillega

3.Menningarverðlaun Sveitarfélagsins Voga 2021

2101046

Sindri Jens Freysson kynnir undirbúning að verkefninu
Lagt fram
Menningarverðlaun Sveitarfélagsins verða afhent sumardaginn fyrsta, 22. apríl næstkomandi. Auglýst verður eftir tilnefningum í byrjun mars

4.Öskudagur 2021

2101047

Guðmundur Stefán Gunnarsson íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir undirbúning fyrir hátíðahöld á öskudaginn
Lagt fram
Vegna samkomutakmarkana er ekki unnt að halda skemmtun með hefðbundnum hætti á öskudag en verið er að skoða aðrar leiðir til að halda daginn hátíðlegan, dagskrá verður kynnt fljótlega

5.Safnahelgi á Suðurnesjum 2021

2101048

Daníel Arason forstöðumaður stjórnsýsla segir frá Safnahelgi á Suðurnesjum 2021
Lagt fram
Búið er að fresta Safnahelgi á Suðurnesjum fram á haustið og standa vonir aðstandenda hátíðarinnar til að þá verði hægt að halda veglega hátíð eins og verið hefur undanfarin ár en hátíðin féll niður í fyrra

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?