Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

55. fundur 10. september 2015 kl. 19:30 - 19:30 í félagsmiðstöð
Nefndarmenn
  • Oddur Ragnar Þórðarson aðalmaður
  • Erla Lúðvíksdóttir formaður
  • Stefán Arinbjarnarson, frístunda- og menningarfulltrúi embættismaður
  • Ingvar Leifsson varamaður
  • Hrafnhildur Ýr Hafsteinsdóttir varamaður
  • Magga Lena Kristinsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Arinbjarnarson frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Fjölskyldudagar 2015

1503009

Farið yfir Fjölskyldudaga 2015 og hvernig til tókst. Skoðuð dagskrá hátíðarinnar og farið yfir punkta sem komu fram á samráðsfundi sem haldinn var með forsvarsmönnum þeirra félaga sem komu að hátíðinni. Fjölskyldudagar þóttu almennt takast vel og er almenn ánægja með hátíðina. Á næsta ári verður 20 ára afmæli Fjölskyldudaga og því var rætt um að gaman væri að dagskráin 2016 tæki á einhvern hátt mið af því. Ýmsar hugmyndir ræddar í því sambandi, t.d. að rækta vinabæjarsamstarf við Fjaler.

2.Vinnuskóli 2015

1509011

Farið yfir starfsemi vinnuskólans í sumar. Skýrsla um vinnuskólann liggur fyrir þar sem helstu upplýsingar um starfsemina koma fram. Sumarið gekk vel og var veður sérstaklega hagstætt. Heldur færri nemendur voru í vinnuskólanum en oft áður og virðist það vera þróunin í sveitarfélögum almennt. Sameiginleg sumarhátíð vinnuskólanna var haldin í Grindavík þar sem ungmenni frá Vogum, Garði, Sandgerði og Grindavík fengu fræðslu, grillveislu og skemmtun sem var afar vel heppnuð.

3.Sumarstarf Sveitarfélagsins Voga 2015

1503010

Frístunda- og menningarfulltrúi fór yfir sumarstarfið og bækling um það sem gefinn var út í vor. Leikjanámskeið voru nokkuð vel sótt og gengu vel. Dagskráin var fjölbreytt og þátttökugjöldum stillt í hóf. Líkt og undanfarin ár voru ungmenni úr vinnuskólanum til aðstoðar á námskeiðunum og gafst það mjög vel.

4.Starfsemi í Álfagerði 2015

1502016

Félagsstarf hófst í Álfagerði miðvikudaginn 2. september með félagsvist og kaffi. Farið var yfir bækling um félagsstarfið sem gefinn hefur verið út. Öldungaráð hefur mótað dagskrá fram að áramótum í samstarfi við starfsmann félagsstarfsins. Þar kennir ýmissa grasa og útlit fyrir blómlegt starf í vetur. Ráðgert er að eldri borgarar kjósi í nýtt öldungaráð í október.

5.Starfsemi í félagsmiðstöð 2015

1502017

Án fylgiskjala
Starfsemi félagsmiðstöðvar er hafin. Búið er að manna allar stöður og verður kosið í unglingaráð á næstunni. Unglingaráð kemur síðan að skipulagningu og framkvæmd í samráði við starfsfólk félagsmiðstöðvar og skóla.

6.Dagur félagasamtaka í Vogum

1502032

Án fylgiskjala
Rætt um möguleika þess að halda dag félagasamtaka í Vogum nú í haust. Þar gætu starfandi félög í sveitarfélaginu m.a. kynnt vetrarstarfið fyrir íbúum. Samþykkt að halda slíkan dag í október og er frístunda- og menningarfulltrúa falið að kanna hug félagasamtaka til þátttöku í verkefninu.

7.Fjárhagsáætlun Frístunda- og menningarsviðs 2016

1509010

Án fylgiskjala
Vinna við fjárhagsáætlanagerð 2016 er að hefjast. Rætt um mikilvægi þess að FMN taki þátt í þeirri vinnu og móti sínar hugmyndir og áherslur. Stefnt að því að koma með tillögur á næsta fund nefndarinnar sem fyrirhugaður er í október.

8.Fundargerðir Samsuð 2015

1502011

Fundargerðir lagðar fram og ræddar.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?