Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

90. fundur 15. október 2020 kl. 17:30 - 19:30 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Sindri Jens Freysson formaður
  • Guðrún Kristín Ragnarsdóttir aðalmaður
  • Anna Karen Gísladóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bjarki Þór Wíum Sveinsson aðalmaður
  • Tinna Hallgríms aðalmaður
  • Einar Ásgeir Kristjánsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Daníel Arason, forstöðumaður stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Daníel Arason forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá

1.Samskipti við félagasamtök

1210021

Sindri Jens Freysson kynnir málið er varðar samskipti Frístunda- og menningarnefndar við frjáls félagasamtök í sveitarfélaginu.
Lagt fram
Frístunda- og menningarnefnd ákveður að efna til fundar með fulltrúum allra frjálsra félagasamtaka í sveitarfélaginu. Þessi fundur gæti svo orðið að árlegum viðburði. Á fundinum gætu félögin flutt stutta kynningu á starfi sínu fyrir nefndinni og þetta myndi eflaust verða til að efla tengsl milli aðila. Stefnt er á að þessi fundur gæti orðið fljótlega á næsta ári ef aðstæður leyfa.
Formanni nefndarinnar er falið að koma með nánari útfærslu á slíkum fundi á næsta fund og einnig að kynna hugmyndina fyrir félagasamtökunum.

2.Íþróttamaður ársins 2020

2009037

Sindri Jens Freysson formaður Frístunda- og menningarnefndar kynnir undirbúning og tilhögun að kjöri Íþróttamanns ársins fyrir árið 2020.
Lagt fram
Kjör á íþróttamanni ársins verður haldið um miðjan janúar á næsta ári. Auglýst verður eftir tilnefningum eins og reglur kveða á um og skal umsóknarfrestur vera 1. desember.

3.Fjárhagsáætlun 2021-2024

2007001

Frístunda- og menningarnefnd heldur áfram umfjöllun frá síðasta fundi.
Lagt fram
Málið rætt og nefndin ítrekar tillögur sínar frá seinasta fundi.

4.Starfsemi í Álfagerði haustið 2020

2009038

Daníel Arason forstöðumaður stjórnsýslu kynnir starfsemi í Álfagerði haustið 2020. Liðurinn er án gagna.
Lagt fram
Vegna Covid hefur starfsemi í Álfagerði verið með minnsta móti í vetur. Félagsstarf aldraðra hefur ekki farið fram í Álfagerði en sú starfsemi sem farið hefur fram í íþróttahúsinu hefur verið að mestu óbreytt.
Undanfarnar vikur hefur matsal í húsinu verið lokað fyrir utanaðkomandi gestum og verður áfram á meðan ekki er slakað á samkomutakmörkunum.
Frístunda- og menningarnefnd hvetur alla íbúa sveitarfélagsins til að huga að eldri borgurum í samfélaginu og passa upp á að þeir einangrist ekki.

5.Fjölskyldudagar 2020

2006025

Daníel Arason forstöðumaður stjórnsýslu kynnir framkvæmd Fjölskyldudaga 2020.
Lagt fram
Framkvæmd Fjölskyldudaga 2020 kynnt og nefndin vonar að hægt verði að halda hátíðina með óbreyttu sniði á næsta ári.

6.Viðburðahandbók

2002048

Daníel Arason forstöðumaður stjórnsýslu kynnir viðburðahandbók sveitarfélagsins.
Lagt fram
Nefndin samþykkr framlagða útgáfu Viðburðahandbókar sem 1. útgáfu en uppsetning verði löguð, og óskar eftir því að hafist verði handa við aðra útgáfu handbókarinnar þar sem meðal annars verði fjallað nánar um útfærslu á Fjölskyldudögum.

7.Starfsemi Ungmennafélagsins Þróttar árið 2020

2009007

Frestað mál frá síðasta fundi. Fulltrúi UMFÞ kynnir starfsemi félagsins fyrir veturinn 20-21.
Liðurinn er án gagna en bent er á frétt á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem bæklingur um starf félagsins er kynntur.
Lagt fram
Petra Ruth Rúnarsdóttir formaður UMFÞ fór yfir starfsemi vetrarins en hana má einnig skoða á vef félagsins. Í október stendur til að hefja körfuboltanámskeið sem er nýjung í starfinu.
Covid hefur haft víðtæk áhrif á starf félagsins og hoggið talsvert skarð í tekjur þess. Ýmissra leiða hefur þó verið leitað til að halda úti eins öflugu starfi og mögulegt er. Æfingagjöld hafa ekki verið hækkuð í vetur og systkinaafsláttur aukinn.
Frístunda- og menningarnefnd hvetur sveitarfélagið til að styðja við bakið á UMFÞ eins og kostur er.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?