Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

3. fundur 22. janúar 2009 kl. 18:00 - 20:10 Íþróttamiðstöðin

3. fundur Frístunda- og menningarnefndar Sveitarfélgsins Voga haldinn í
Íþróttamiðstöðinni við Hafnargötu fimmtudaginn 22.01.2009 kl. 18:00.
Mættir fundarmenn: Bergur Álfþórsson, Brynhildur Hafsteinsdóttir, Marta Guðrún
Jóhannesdóttir, Ragnar Davíð Riordan og Kristján Árnason
Ólafur Þór Ólafsson (frístunda- og menningarfulltúi Sv. Voga) sat
einnig fundinn og ritaði fundargerð.

1. Viðburðir á vegum almenningsíþróttasviðs Íþrótta- og Ólympíusambands
Íslands.
Bréf frá Líneyju Rut Halldórsdóttur og Jónu Hildi Bjarnadóttur f.h. Í.S.Í. dags.
01.12.2008 þar sem greint er frá viðrburðum á vegum almenningsíþróttasviðs Íþrótta- og
Ólympíusambands Íslands árið 2009.
FMN hvetur íbúa Sveitarfélagsins Voga til að taka þátt í viðburðum sem eru í gangi á
árinu á vegum almenningsíþróttasviðs ÍSÍ. Jafnframt eru forsvarsmenn fyrirtækja og
stofnana hvattir til að ýta undir þátttöku starfsmanna á sínum vinnustöðum og er þar
sérstaklega vísað til Lífshlaupsins í febrúar og Hjólað í vinnuna í maí.
Lagt fram.
2. Skýrsla vinnuhóps um áhrif efnahagsástandsins á íþróttahreyfinguna.
Bréf frá Ólafi Rafnssyni og Líneyju Rut Halldórsdóttur f.h. Í.S.Í. dags. 05.12.2008 þar
sem skýrsla vinnuhóps um áhrif efnahagsástandsins á íþrottahreyfinguna er kynnt.
Skýrslan er send með bréfinu.
Lagt fram.
3. Styrkur til unglingastarfs GVS.
Bréf frá Hauki Haukssyni f.h. Golfklúbbs Vatnsleysustrandar dags. 11.12.2008 þar sem
óskað er eftir styrkjum frá Sveitarfélaginu Vogum vegna unglingastarfs klúbbsins.
Styrbeiðninni er vísað áfram til bæjarráðs. FMN leggur hins vegar áherslu á lokið verði
við samstarfssamning milli Sveitarfélagsins Voga og GVS hið fyrsta og felur frístunda-
og menningarfulltrúa að vinna í málinu.
4. Ungmennaráðstefna UMFÍ.
Bréf frá Guðrúnu Snorradóttur f.h. UMFÍ dags. 13.01.2009 þar sem ungmennaráðstefna
Ungmennafélags Íslands er kynnt. Ráðstefnan fer fram á Akureyri 4. og 5. mars 2009
undir yfirskriftinni Ungt fólk og lýðræði. Kemur fram að þátttökugjald fyrir hvern
einstakling á ráðstefnuna er kr. 15.000,- og er allur ferða- og uppihaldskostnaður
innifalinn í því verði.
Erindinu er vísað áfram til Ungmennaráðs Sveitarfélagsins Voga.

2

5. Forvarnarnefnd Sandgerðisbæjar, Voga og Garðs, SVG.
Fundargerð frá fundi 08.12.2008.
Lagt fram
6. Ungmennaráð Sveitarfélagsins Voga, 2. fundur.
Fundargerð frá fundi 15.12.2008.
FMN tekur undir þá ósk Ungmennaráðs að fjármagn sem ætlað var ráðinu 2008 verði nýtt
á árinu 2009 til að koma upp körfuboltavelli úti og að vellinum verði fundinn staður á lóð
Stóru-Vogaskóla.
Lagt fram.
7. Úttektargjörð vegna Íþrótta- og félagsmiðstöðvar Vogum.
Úttektargjörðir vegna Íþrótta- og félagsmiðstöðvar Vogum unnin af Brynjólfi
Guðmundssyni f.h. Verkfærðistofu Suðurnesja dags. 04.12.2008 og 15.21.2008.
Í úttektargjörðinni kemur fram staða mála vegna þeirra atriða sem þarfnast lagfæringar
við á fasteiginni og eru á ábyrgð húseiganda.
Lagt fram
8. Úthlutun Menningarráðs Suðurnesja 19. desember 2008.
Yfirlit yfir þau verkefni sem hlutu styrki frá Menningarráði Suðurnesja í úthlutun þess
19.12.2008. Kom fram að sjö verkefni sem tengjast Sveitarfélaginu Vogum á einhvern
hátt hlutu styrkveitingu upp á samtals kr. 3.300.000,-.
FMN óskar styrkþegum til hamingju með veitta styrki og óskar þeim velfarnðar í
verkefnum sínum.
Lagt fram.
9. Starfsáæltun 2009.
Drög að starfsáætlun 2009 unnin af frístunda- og menningarfulltrúa lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
10. Breytingar á vöktum og starfsemi í Íþróttamiðstöðinni.
Minnisblað frá frístunda- og menningarfulltrúa dags. 14.01.2009 varðandi breytingar á
vöktum og starfsemi í Íþróttamiðstöðinni.
Ragnar Davíð Riordan vék af fundi á meðan málið var til afgreiðslu.
FMN er fyrir sitt leyti samþykk þeim breytingum sem lagðar eru til í minnisblaðinu.
FMN þakkar starfsfólki Íþróttamiðstöðvar fyrir aðkomu þeirra að þeim tillögum sem
koma fram í minnisblaðinu. Eins vill FMN koma á framfæri þökkum til starfsfólks
Íþróttamiðstöðvar fyrir góð störf í því breytingarferli sem hefur verið í gangi síðustu
misserin.

3

11. Skátastarf Vogabúa.
Frestað mál frá 1. fundi FMN 01.12.2008.
Frístunda- og menningarfulltrúa falið að vinna áfram í málinu. Málinu annars frestað.
12. Kaup á dýnum í litla sal Íþróttamiðstöðvar.
Frístunda- og menningarfulltrúi sagði frá hugmyndum forsvarsmanna Umf. Þóttar um
kaup á júdódýnum í litla sal Íþróttamiðstöðvar og munnlegri beiðni þeirra um þátttöku
Sveitarfélagsins Voga í kostnaði vegna þeirra. Lögð voru fram afrit af tilboðum á dýnum
frá tveimur aðilum.
FMN felur frístunda- og menningarfulltrúa að vinna áfram í málunu, en annars er
afgreiðslu frestað.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:10.

Getum við bætt efni síðunnar?