Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

4. fundur 05. mars 2009 kl. 18:30 - 20:30 Íþróttamiðstöðin

4. fundur Frístunda- og menningarnefndar Sveitarfélgsins Voga haldinn í
Íþróttamiðstöðinni við Hafnargötu fimmtudaginn 05.03.2009 kl. 18:30.
Mættir fundarmenn: Brynhildur Hafsteinsdóttir, Marta Guðrún Jóhannesdóttir, Ragnar

Davíð Riordan og Sigríður Ragna Birgisdóttir.
Bergur Álfþórsson kom til fundarins kl. 19:00.
Ólafur Þór Ólafsson (frístunda- og menningarfulltúi Sv. Voga) sat
einnig fundinn og ritaði fundargerð.
Kristján Árnason boðaði forföll og sat varamaður í hans stað.

1. Námskeið í vetraríþróttum fyrir fatlaða.
Tölvupóstur frá Önnu Karólínu Vilhjálmsdóttur f.h. Í.F. dags. 23.01.2009 þar sem greint
er frá námskeiði í vetraríþróttum fyrir fatlaða í Hlíðarfjalli, Akureyri dagana 13.-15.
febrúar 2009. Sveitarfélög eru hvött til þess að kynna sér málið og senda fulltrúa á
námskeiðið.
Lagt fram.
2. Drög að lögreglusamþykkt.
Tölvupóstur frá Róberti Ragnarssyni bæjarstjóra dags. 23.01.2009 þar sem drögum að
nýrri lögreglusamþykkt fyrir Sveitarfélagið Voga er vísað til nefndarinnar til umsagnar.
Engar athugasemdir komu fram við lögreglusamþykktina.
3. Skoðun.
Bréf frá Jóhanni Sævari Kristbergssyni f.h. Brunavarna Suðurnesja dags. 28.01.2008 þar
sem greint er frá niðurstöðum á skoðun á Íþróttamiðstöðinni með tilliti til eldvarna.
Frístunda- og menningarfulltrúi greindi frá því verið væri að vinna úrbætur í samræmi við
þær athugasemdir sem koma fram í bréfinu, en þær úrbætur eru ýmist á ábyrgð eiganda
fasteignarinnar eða sveitarfélagsins.
Lagt fram.
4. Skoðun.
Bréf frá Jóhanni Sævari Kristbergssyni f.h. Brunavarna Suðurnesja dags. 29.01.2008 þar
sem greint er frá niðurstöðum á skoðun á Félagsmiðstöðinni með tilliti til eldvarna.
Frístunda- og menningarfulltrúi greindi frá því verið væri að vinna úrbætur í samræmi við
þær athugasemdir sem koma fram í bréfinu, en þær úrbætur eru ýmist á ábyrgð eiganda
fasteignarinnar eða sveitarfélagsins.
Lagt fram.

2

5. Fyrirspurn frá Veraldarvinum.
Tölvupóstur frá Þórarni Ívarssyni f.h. Veraldarvina dags. 10.02.2009 þar sem þakkað er
fyrir samstarfið á liðnum árum og athugað er hvort áhugi sé fyrir því hjá sveitarfélaginu
að taka á móti hópi aftur í ár.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar, en ákveðið að afla frekari upplýsinga fyrir þann fund.
6. SEEDS – sjálfboðaliðaverkefni sumarið 2009.
Tölvupóstur frá Hildi Björk Pálsdóttur dags. 18.02.2009 þar sem athugað er hvort að
sveitarfélagið hafi áhuga á samstarfi sumarið 2009.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar, en ákveðið að afla frekari upplýsinga fyrir þann fund.
7. Stuðningur sveitarfélaga við íþróttastarf.
Ályktun frá 63. ársþingi K.S.Í. dags. 14.02.2009 þar sem skorað er á sveitarfélög að efla
enn frekar íþróttastarf á landinu með það að leiðarljósi að byggja upp samfélag þar sem
íþróttir eru viðurkennd leið til heilbrigðra lífsgilda. Sveitarfélög eru hvött til að standa að
uppbygginu íþróttamannvirkja og styrkja rekstur íþróttastarfsemi æskunnar og ekki síður
afreksfólks sem fyrirmynd þeirra yngri.
Lagt fram.
8. Forvarnarnefnd Sandgerðisbæjar, Voga og Garðs, SVG.
Fundargerð frá fundi 09.02.2009.
Kom fram að röng dagsetning var á þeirri fundargerð sem fór út með fundarboði 4.
fundar FMN.
Í fyrsta lið fundargerðarinnar er greint frá breytingum sem eru að verða á fyrirkomulagi á
löggæslu í sveitarfélögunum þremur. Frístunda- og menningarfulltrúi greindi frá því að til
stæði að Lögrelan fengi aðstöðu í Íþróttamiðstöðinni í Vogum. FMN fangar þessum
tímamótum og nefndin hlakkar til góðs samstarfs við lögregluna.
Í þriðja lið fundargerðinnar er greint frá hugsanlegu samstarfi sveitarfélaganna þriggja
við Útideild Reykjanesbæjar í útivistarmálum. Frístunda- og menningarfulltrúi greindi frá
því að fyrirhugað væri sameiginlegt átak allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum í samstarfi
við félagsmálayfirvöld og Lögreglu sem einkum mun beinst að of ungu fólki inni á
vínveitingastöðum.
Lagt fram.
9. Samstarf við félagastamtök í Sv. Vogum.
Mál án gagna.
Formaður FMN og frístunda- og menningingarfulltrúi greindu frá fundi þeirra og
bæjarstjóra með fulltrúum félagasamtaka í sveitarfélaginu varðandi samninga sem fór
fram í Félagsmiðstöðinni 26.02.2009.

3
Á ofangreindum fundi kom fram hugmynd að degi félagasamtaka í Sveitarfélaginu
Vogum þar sem þau myndu sameinast um að kynna starfsemi sína.
10. Fjölskyldudagurinn.
Mál án gagna.
FMN leggur til að Fjölskyldudagurinn í Vogum fari fram annan laugardag í ágúst að
venju sem kemur upp á 8. ágúst í ár.
11. Drög að skipulagi íþróttasvæðis.
Drög að deiluskipulagi íþróttasvæðis unnið af Landslagi landslagsarkitektum dags.
13.02.2009.
Lagt fram.
12. Sumarstarf á vegum FMN.
Minnisblað varðandi sumarstarf á vegum frístunda- og menningarnefndar sumarið 2009
unnið af frístunda- og menningarfulltrúa dags. 05.03.2009 lagt fram á fundinum.
Lagt fram.
Frekari umræðum frestað til næsta fundar.
13. Kjör á íþróttamanni ársins í Vogum.
Gildandi reglugerð vegna kjörs á íþróttamanni ársins í Vogum lögð fram.
Frístunda- og menningarfulltrúa falið að auglýsa eftir tilnefningum til kjörs á
íþróttamanni ársins 2008 í Vogum í samræmi við reglugerð. Tilnefningar þurfa að berast
fyrir næsta fund FMN sem er stefnt að því að fari fram 19.03.2009.
FMN leggur jafnframt til að stofnað verði til sérstakra verðlauna til einstaklings fyrir
framlag til samfélagsins.
Verður aftur á dagskrá næsta fundar.
14. Safnahelgi á Suðurnesjum.
Punktar frá frístunda- og menningarfulltrúa dags. 13.02.2009 varðandi hlut
Sveitarfélagsins Voga í Safnahelgi á Suðurnesjum ásamt auglýsingu dagskrár í Bókasafni
Lestrarfélagsins Baldurs laugardaginn 14.03.2009 sem er samstarfsverkefni bókasafnsins,
sveitarfélagsins og Menningarverkefnisins Hlöðunnar.
FMN hvetur íbúa Sv. Voga til að kynna sér dagskrá Safnahelgarinnar og taka þátt í þeim
viðburðum sem þar eru í boði.
Lagt fram.

4

15. Önnur mál.
a) Frístunda- og menningarfulltrúi greindi frá því að hann færi í feðraorlof frá og með
09.03.2009 til og með 08.04.2009. Á meðan orlofinu stendur eru Tinna Hallgrímsdóttir
og Jón Mar Guðmundsson staðgenglar hans

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:30.

Getum við bætt efni síðunnar?