Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

8. fundur 21. júlí 2009 kl. 18:00 Félagsmiðstöð

8. fundur Frístunda- og menningarnefndar Sveitarfélgsins Voga haldinn í
Félagsmiðstöðinni við Hafnargötu þriðjudaginn 21.07.2009 kl. 18:00.
Mættir fundarmenn: Bergur Álfþórsson, Marta Guðrún Jóhannesdóttir, Ragnar Davíð

Riordan og Sigríður Ragna Birgisdóttir.
Ólafur Þór Ólafsson (frístunda- og menningarfulltúi Sv. Voga) sat
einnig fundinn og ritaði fundargerð.
Brynhildur Hafsteinsdóttir og Kristján Árnason boðuðu forföll.
Allir varamenn Brynhildar voru forfallaðir, en varmaður sat
fundinn í stað Kristjáns.

Formaður óskaði eftir því að fá að taka á dagskrá erndi frá Styrktarsjóði EBÍ. Var það
samþykkt og er tekið fyrir sem 4. mál.
1. Sumargleði 2009.
Bréf frá Elínu Þorgeirsdóttur f.h. Velferðarsjóðs barna dags. 15.06.2009 þar sem greint er
frá því að Velferðarsjóður barna hafi samþykkt að veita Sveitarfélaginu Vogum sem
nemur kr. 325.000,- til sumarnámskeiðshalda. Sjá einnig í 4. máli á 7. fundi FNM.
Lagt fram.
2. Fundargerð fundar menningarfulltrúa á Suðurnesjum.
Fundargerð frá fundi menningarfulltrúa á Suðurnesjum sem fór fram í Fræðasetrinu í
Sandgerði 25.06.2009.
Lagt fram til kynningar.
3. Fjölskyldudagurinn 2009.
Farið yfir dagskrá Fjölskyldudagsins 2009 út frá minnisblaði frá frístunda- og
menningarfulltrúa. FMN lýsir ánægju með stöðu undirbúnings og hvetur íbúa
sveitarfélagsins til virkrar þátttöku á Fjölskyldudeginum.
4. Styrktarsjóður EBÍ.
Tölvupóstur frá Róberti Ragnarssyni bæjarstjóra dags. 16.06.2009 þar sem FMN er falið
að gera tillögur að verkefnum fyrir 6. ágúst n.k. vegna umsókna til Styrktarsjóðs EBÍ.
Frístunda- og menningarfulltrúa ásamt formanni FMN er falið að vinna í verkefninu og
skila tillögumtil bæjarráðs.
Lagt fram.

2

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:35.

Getum við bætt efni síðunnar?