Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

9. fundur 25. ágúst 2009 kl. 18:00 - 19:40 Félagsmiðstöð

9. fundur Frístunda- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Voga haldinn í
Félagsmiðstöðinni við Hafnargötu fimmtudaginn 25.08.2009 kl. 18:00.
Mættir fundarmenn: Bergur Álfþórsson, Marta Guðrún Jóhannesdóttir, Ragnar Davíð

Riordan og Sigríður Ragna Birgisdóttir, .
Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri sat einnig fundinn og ritaði
fundargerð.

1. Ályktun menningarfulltrúa sveitarfélaganna á Suðurnesjum, gerð í
Sandgerði 25.06.2009.
Frístunda- og menningarnefnd tekur undir ályktun menningarfulltrúanna um að
nauðsynlegt sé að Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum komi sjónarmiðum
sveitarfélaga á svæðinu á framfæri við ráðherra. Þar verði lögð áhersla á sérstöðu
svæðisins og þá staðreynd að öll sveitarfélögin hafi með tilkomu
menningarsamninganna ráðið menningarfulltrúa til starfa, ýmist í fullt eða
hlutastarf.
Nefndin leggur jafnframt áherslu á að Suðurnesin verði áfram sérstakt svæði hvað
menningarsamninga varðar. Auk þess telur nefndin rétt að ríkið gæti jafnræðis
meðal borgara landsins og leiðrétti það hrópandi ósamræmi sem er milli
styrkupphæða og fjölda íbúa á þeim svæðum sem hljóta styrki.
2. Félag fagfólks í frítímaþjónustu, bréf frá Eygló Rúnarsdóttur fh. FFF dags.
15.07.2009. Vísað til FMN til kynningar á fundi bæjarráðs 06.08.2009.
Bréfið er lagt fram.
3. Samgöngur, bréf frá Halldóri Halldórssyni og Dagmar Eiríksdóttur dags. í
júní 2009.
Frístunda- og menningarnefnd þakkar bréfriturum ábendingarnar og leggur til við
skipulag frístundastarfs verði lögð áhersla á klúbbastarf á dagtíma í Vogum.
4. Drög að samstarfssamningum við félagasamtök í Sv. Vogum.
Drög að samstarfssamningum við Kvenfélagið Fjólu, Lionsklúbbinn Keili,
Smábátafélag Voga, Vogahestar, Skógræktarfélagið Skógfell, Minjafélag
Vatnsleysustrandar og Björgunarsveitina Skyggni.
Nefndin samþykkir samningana fyrir sitt leyti og vísar til undirritunar og
staðfestingar bæjarstjórnar.
5. Skipulag starfs á vegum FMN veturinn 2009-2010
Töluverð umræða um skipulag starfseminnar. Umræðu frestað til næsta fundar.
6. Fjárhags- og starfsáætlun ársins 2010
Töluverð umræða um fjárhag starfseminnar og áætlun næsta árs. Umræðu frestað
til næsta fundar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.40

Getum við bætt efni síðunnar?