Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

10. fundur 21. október 2009 kl. 19:30 - 21:45 Félagsmiðstöð

10. fundur Frístunda- og menningarnefndar Sveitarfélgsins Voga haldinn í
Félagsmiðstöðinni við Hafnargötu þriðjudaginn 21.10.2009 kl. 19:30.
Mættir fundarmenn: Bergur Álfþórsson, Brynhildur Hafsteinsdóttir, Marta Guðrún
Jóhannesdóttir, Ragnar Davíð Riordan og Kristján Árnason.
Ólafur Þór Ólafsson (frístunda- og menningarfulltúi Sv. Voga) sat
einnig fundinn og ritaði fundargerð.

Fjóla Guðjónsdóttir og Herdís Staargaard frá Forvarnarhúsi Sjóvá mættu á fundinn á
meðan 4. liður hans var til umfjöllunar.
1. Íslensk börn og efnahagsvandi þjóðarinnar.
Bréf frá Stefáni Inga Stefánssyni f.h. UNICEF á Íslandi dags. 29.07.2009 sem er vísað frá
bæjarráði til FMN til kynningar. Ýmis atriði varðandi áhrif efnahagsþrenginga á börn og
unglinga eru reifuð í bréfinu.
Lagt fram.
2. Umsókn um styrk úr afreksmannasjóði Sv. Voga.
Bréf frá Þorgerði Magnúsdóttur dags. 08.09.2009 sem er vísað frá bæjarráði til FMN.
Óskað er eftir styrki úr afreksmannasjóði Sv. Voga vegna vegna fimleikaiðkunar
bréfritara með Fimleikafélaginu Björk í Hafnarfirði.
FMN frestar afgreiðslu erindisins til janúar 2010 í samræmi við gildandi reglur um
Afreksmannasjóð íþróttamanna.
3. Húsnæði fyrir sumarstarf BÍL.
Bréf frá Vilborgu Á. Valgarðsdóttur f.h. Bandalags íslenskra leikfélaga dags. 10.09.2009
sem erv vísað frá bæjarráði til FMN til kynningar og afgreiðslu. Í bréfinu er óskað eftir
liðsinni sveitarfélaga til að halda Sumarskóla Bandalags íslenskra leikfélaga sumarið
2010.
FMN er jákvætt fyrir því að Sumarskóli Bandalags íslenskra leikfélaga geti farið fram í
Sv. Vogum. FMN felur frístunda- og menningarfulltrúa að hafa samband við BÍL til að
fara nánar yfir málið.

2

4. Nágrannavarsla.
Tölvupóstar frá Róberti Ragnarssyni og Eirnýju Valsdóttur báðir dags. 16.09.2009. Í
þeim er óskað eftir því að FMN taki til skoðunar að nágrannavarsla verði tekin upp í
Sveitarfélaginu Vogum.
Undir þessum lið sátu gestirnir Fjóla Guðjónsdóttir og Herdís Staargaard frá
Forvarnarhúsi Sjóvá fundinn og kynntu fyrirkomulag verkefnisins.
FMN telur rétt að Sv. Vogar hafi frumkvæðið af því að nágrannavörslu verði komið á.
Frístunda- og menningarfulltrúa falið að vinna ramma um fyrirkomulag vörslunnar.
Stefnt að því að halda opinn kynningarfund fyrir íbúa fyrir lok nóvember 2009.
5. Málþing, Ungt fólk 2009 fimmtudaginn 22. október 2009 kl. 13:15-16:00.
Bréf frá Erlendi Kristjánssyni og Valgerði Þórunni Bjarnadóttur f.h.
Menntamálaráðuneytisins dags. 16.10.2009 þar sem boðið er til málþingsins Ungt fólk
2009 sem fer fram í Reykjavík 22. október 2009.
Kom fram að frístunda- og menningarfulltrúi mun sækja málþingið.
Lagt fram.
6. Ráðstefna og aðalfundur SFSÍ Ásvallalaug, Hafnarfirði 23. október 2009.
Dagskrá ráðstefnu og aðalfundar SFSÍ (Samtök forstöðumanna sundstaða á Íslandi) sem
fer fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði lögð fram.
Kom fram að frístunda- og menningarfulltrúi og umsjónarmaður mannvirkja munu sækja
ráðstefnuna.
7. Fundargerð SamSuð-fundar, dags. 20.08.2009.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
8. Fundargerð SamSuð-fundar, dags. 02.09.2009.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
9. Fundargerð SamSuð-fundar, dags. 16.09.2009.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
10. Fundargerð forvarnarnefndar Sandgerðisbæjar, Voga og Garðs SVG, dags.
03.09.2009.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
11. Fundargerð fundar menningarfulltrúa Sveitarfélaganna á Suðurnesjum, dags.
30.09.2009.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

3

12. Skipulag starfs á vegum FMN veturinn 2009-2010.
Umræðum um framhaldið frá 9. fundi FMN 25.08.2009. Frístunda- og menningarfulltrúi
fór yfir stöðu mála í starfi á vegum FMN sem er í gangi veturinn 2009-2010.
13. Fjárhags- og starfsáætlun ársins 2010.
Umræðum framhaldið frá 9. fundi FMN 25.08.2009. Frístunda- og menningarfulltrúi
lagði fram starfsáæltun árins 2010.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21:45.

Getum við bætt efni síðunnar?