Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

12. fundur 14. janúar 2010 kl. 18:30 - 20:55 Félagsmiðstöð

12. fundur Frístunda- og menningarnefndar Sveitarfélgsins Voga haldinn í
Félagsmiðstöðinni við Hafnargötu fimmtudaginn 14.01.2010 kl. 18:30.
Mættir fundarmenn: Bergur Álfþórsson, Brynhildur Hafsteinsdóttir, Marta Guðrún

Jóhannesdóttir og Sigríður Ragna Birgisdóttir.
Ólafur Þór Ólafsson (frístunda- og menningarfulltúi Sv. Voga) sat
einnig fundinn og ritaði fundargerð.
Kristján Árnaon og Ragnar Davíð Riordan voru forfallaðir og kom
einn varamaður í þeirra stað, en hinn varamaður þeirra átti ekki
heimangengt.
1. Mögulegt samstarf árið 2010.
Tölvupóstur frá Hildi Björk Pálsdóttur f.h. SEEDS Iceland dags. 11.12.2009 þar sem lýst
er yfir áhuga á því að samstarf SEDDS við Sveitarfélagið Voga verði endurvakið.
Frístunda- og menningarfulltrúa falið afla nánari upplýsinga fyrir næsta fund svo sem
kostnað og nauðsynlegan viðbúnað.
2. Aldur sveitarfélagsins.
Tölvupóstur frá Róberti Ragnarssyni f.h. bæjarráðs dags. 11.01.2010 þar sem því er vísað
til FMN að vinna tillögur að viðburðum til að minnast afmælis sveitarfélagsins.
FMN telur rétt að stefna að því að það fari fram þrír viðburðir á árinu 2010 í tengslum við
afmæli sveitarfélagsins. Í mars verði sögu- og menningartengdur viðburður, laugardaginn
19. júní verði hátíð með áherslu á fjölskylduna og á haustdögum verði sameiginlegt
verkefni skólastofnanna í sveitarfélaginu í tengslum við afmælið. Frístunda- og
menningarfulltrúa falið að ræða við Minjafélagið um viðburð í mars og skólastjórnendur
um verkefni á haustdögum.
3. Umsókn um styrk úr afreksmannasjóði Sv. Voga.
Bréf frá Þorgerði Magnúsdóttur dags. 08.09.2009. Frestað mál frá 10. fundi FMN
21.10.2009.
Lagt er til að Þorgerður Magnúsdóttir hljóti styrk að upphæð kr. 25.000,- úr
afreksmannasjóði Sv. Voga í samræmi við gildandi reglur.

2

4. Reglur afreksmannasjóðs.
Frístunda- og menningarfulltrúi lagði fram drög að endurskoðuðum reglum um
Afreksskjóð íþróttamanna.
Umræður um breytingar á reglum sjóðsins. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
5. Viðburðardagatal ársins 2010.
Frístunda- og menningarfulltrúi lagði fram drög að viðburðadagatali FMN fyrir árið
2010.
Lagt fram.
6. Rekstur FMN árið 2010.
Frístunda- og menningarfulltrúi lagði fram rekstrarramma ársins 2010 samkvæmt
samþykktri fjárhagsáætlun.
Eftir umræður leggur FMN leftirfarandi til:
Hætt verði að bjóða upp á heitan mat í hádeginu í Álfagerði frá og með 01.02.2010 og
fundnar verði aðrar leiðir til að þjónusta þá einstaklinga sem nýta sér þessa þjónustu. Þá
er frístunda- og menningarfulltrúa falið að setja upp nýtt skipulag fyrir félagsstarf eldri
borgara með það að markmiði að ná markmiðum fjárhagsáætlunar.
Varðandi annar rekstur á vegum FMN er frístunda- og menningarfulltrúa falið að vinna
tillögur í samræmi við markmið fjárhagsáætlunar og leggja þær fram á næsta fundi
nefndarinnar.
7. Val á íþróttamanni ársins.
Frístunda- og menningarfulltrúa er falið að auglýsa eftir tilnefningu til íþróttamanns
ársins í samræmi við reglur.
8. Samstarfssamningur við skáta.
Lögð voru fram drög að samkomulag um barna- og ungmennastarf á vegum Hraunbúa í
Vogum.
FMN fangnar því að skátastarf sé að hefjast á ný í Vogunum og hefur miklar væntingar til
þess starfs.
9. Fundargerð SamSuð-fundar, dags. 10.12.2009.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
10. Fundargerð SamSuð-fundar, dags. 07.01.2010.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

3
11. Fundargerð forvarnarnefndar Sandgerðisbæjar, Voga og Garðs SVG, dags.
07.12.2009.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
12. Kynningarfundur vegna listar án landamæra, dags. 25.11.2009.
Fundargerð frá opnum fundi um Listahátíðina List án landamæra á Suðurnesjum, haldinn
í Bíósal Duushússins í Reykjanesbæ, lögð fram til kynningar.
13. Fundargerð fundar menningarfulltrúa Sveitarfélaganna á Suðurnesjum, dags.
03.12.2009.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:55.

Getum við bætt efni síðunnar?