Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

13. fundur 24. febrúar 2010 kl. 18:00 - 20:15 Félagsmiðstöð

13. fundur Frístunda- og menningarnefndar Sveitarfélgsins Voga haldinn í
Félagsmiðstöðinni við Hafnargötu fimmtudaginn 24.02.2010 kl. 18:00.
Mættir fundarmenn: Bergur Álfþórsson, Brynhildur Hafsteinsdóttir, Marta Guðrún

Jóhannesdóttir og Kristján Árnaon..
Ólafur Þór Ólafsson (frístunda- og menningarfulltúi Sv. Voga) sat
einnig fundinn og ritaði fundargerð.
Ragnar Davíð Riordian boðaði forföll og varamaður komst ekki í
hans stað.

1. Skýrslan “Ungt fólk – Utan skóla 2009”
Tölvupóstur frá Jóni Sigfússyni f.h. Rannsóknar og greiningar dags. 08.02.2010 þar sem
vakin er athygli á skýrslunni “Ungt fólk – Utan skóla 2009” sem byggir á rannsóknum
Rannsóknar og greiningar á félagslegri stöðu hópsins 16 til 20 ára sem ekki stunda nám
við hefðbundnda framhaldsskóla á Íslandi.
Lagt fram.
2. Ungt fólk til athafna.
Tölvupóstur frá Eirnýju Valsdóttur f.h. bæjaarráðs dags. 11.02.2010 þar sem erindi frá
Vinnumálastofnun vegna verkefnisins “Ungt fólk til athafna” er vísað til fagnefnda með
ósk um tillögur um verkefni fyrir 01.03.2010.
Lagt fram.
3. Fjölsmiðjan í Reykjanesbæ, upplýsingar.
Tölvupóstur frá Eirnýju Valsdóttur f.h.. bæjarráðs dags. 11.02.2010 þar sem dreifibréfi
frá undirbúningshópi Fjölsmiðjunnar í Reykjanesbæ er vísað til fræðslunefndar og
frístunda- og menningarnefndar til kynningar.
Lagt fram.
4. Mögulegt samstarf árið 2010.
Umfjöllun haldið áfram frá 12. fundi FMN 14.01.2010 um tölvupóst frá Hildi Björk
Pálsdóttur f.h. SEEDS Iceland dags. 11.12.2009 þar sem lýst er yfir áhuga á því að
samstarf SEDDS við Sveitarfélagið Voga verði endurvakið. Lagður fram annar
tölvupóstur frá Hildi Björk Pálsdóttur f.h. SEEDS Iceland dags. 27.01.2010 þar sem er að
finna nánari framkvæmdaupplýsingar um verkefni á vegum SEEDS.

2

FMN þakkar framlagðar upplýsingar, en leggur til að ekki verði farið í slíkt
samstarfsverkefni á þessu ári.

5. Ársskýrsla Kvenfélagsins Fjólu.
Árskýrsla Kvenfélagsins Fjólu fyrir árið 2009 lögð fram, í samræmi við 6. grein í
samningi Sv. Voga og Kvenfélagsins Fjólu
FMN þakkar framlagða skýrslu.
6. Reglur afreksmannasjóðs.
Umræðum frá 12. fundi FMN 14.01.2010 um endurskoðun reglna um Afreksmannasjóð
íþróttamamna haldið áfram. Lagðar voru fram tillögur að nýjum reglum sem bera heitið
“Reglur fyrir Styrktarsjóð íþrótta- og menningarmála”.
Tillagan er samþykkt og eru reglurnar þá eftirfarandi.

Reglur fyrir Styrktarsjóð íþrótta- og menningarmála

í Sveitarfélaginu Vogum
1. grein

Sjóðurinn heitir Styrktarsjóður íþrótta og menningarmála í Sveitarfélaginu Vogum. Sjóðurinn er í eigu
sveitarfélagsins og í vörslu bæjarstjórnar

2. grein

Sjóðurinn veitir styrki og viðurkenningar samkvæmt tillögu Frístunda og menningarnefndar
Sveitarfélagsins Voga.

3. grein

Markmið sjóðsins er að styrkja einstaklinga eða hópa til sérstakra verkefna tengdum íþróttaiðkun og
menningarviðburðum.

4. grein

Bæjarstjórn úthlutar styrkjum úr sjóðnum. Heimilt er að auglýsa eftir umsóknum um styrki eftir nánari
ákvörðun hverju sinni. Bæjarstjórn getur einnig veitt styrki og viðurkenningar án umsókna að eigin
frumkvæði. Sjóðurinn úthlutar styrkjum tvisvar á ári sé tilefni til, í apríl og október.

5. grein

Tekjur sjóðsins eru eftirfarandi:
 Árlegt framlag bæjarsjóðs samkvæmt fjárhagsáætlun.
 Frjáls framlög.
 Vaxtatekjur.

7. Viðburðardagatal ársins 2010.
Umræðum um viðburðadagatal FMN fyrir árið 2010 haldið áfram frá 12. fundi FMN
14.01.2010.

3
Frístunda- og menningarfulltrúa falið að boða forráðamenn félagasamtaka í Sv. Vogum
til samráðsfundar í mars.
8. Rekstur FMN árið 2010.
Umræðum um rekstur FMN árið 2010 haldið áfram frá 12. fundi FMN 14.01.2010.
Frístunda- og menningarfulltrúi lagði fram minnisblað um aðgerðir í rekstri á vegum
FMN á árinu.
9. Fundargerð SamSuð-fundar, dags. 26.01.2010.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
10. Fundargerð forvarnarnefndar Sandgerðisbæjar, Voga og Garðs SVG, dags.
15.02.2010.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
11. Fundargerð fundar menningarfulltrúa Sveitarfélaganna á Suðurnesjum, dags.
18.02.2010.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
12. Skátastarf í Vogum.
FMN fagnar því að skátastarf sé komið af stað aftur í Sveitarfélaginu Vogum, en á meðan
nefndin fundaði voru 34 frískir og rjóðir skátar í Félagsmiðstöðinni á fyrsta fundi
vetrarins. FMN óskar skátum í Sv. Vogum velfarnaðar í framtíðinni.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:15.

Getum við bætt efni síðunnar?