Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

14. fundur 22. mars 2010 kl. 20:00 - 20:59 Félagsmiðstöð

14. fundur Frístunda- og menningarnefndar Sveitarfélgsins Voga haldinn í
Félagsmiðstöðinni við Hafnargötu mánudaginn 22.03.2010 kl. 20:00.
Mættir fundarmenn: Bergur Álfþórsson, Brynhildur Hafsteinsdóttir, Marta Guðrún
Jóhannesdóttir, Ragnar Davíð Riordan og Kristján Árnason.
Ólafur Þór Ólafsson (frístunda- og menningarfulltúi Sv. Voga) sat
einnig fundinn og ritaði fundargerð.

1. Val á Íþróttamanni ársins 2009.
Lagðar voru fram tilnefningar sem hafa borist vegna Íþróttamanns ársins 2009 í
Sveitarfélaginu Vogum.
Eftir að hafa farið yfir innsendar tilnefningar tók FMN ákvörðun um hver skuli bera
sæmdarheitið Íþróttamaður Sv. Voga árið 2009. Nafn viðkomandi er fært í
fundargerðarbók og verður kjörinu lýst fljótlega.
2. Sumarstörf á vegum FMN.
Rætt um sumarstörf á vegum FMN.
3. Breytingar á vöktum og þjónustu í Íþróttamiðstöð.
Frístunda- og menningarfulltrúi lagði fram minnisblað dags. 17.03.2010 þar sem farið er
yfir breytingar á opnunartíma Íþróttamiðstöðvar og vöktum starfsfólks þar.
Lagt fram.
Ragnar Davíð Riordan vék af fundi á meðan þessi fundarliður var afgreiddur.
4. Málþing 24. apríl 2010 vegna afmælis Sv. Voga.
Lögð voru fram drög að dagskrá málþings í tilefni að afmæli Sv. Voga, en það fer fram í
Tjarnarsalnum laugardaginn 24. apríl 2010. Málþingið er samstarfsverkefni Sv. Voga og
Minjafélagsins.
Lagt fram.
5. Áskorun til sveitarfélaga.
Tölvupóstur frá Helgu Þórunni Sigurðardóttur og Árna Guðmundssyni f..h. nemenda og
kennara við Tómstunda- og félagsmálafræðibrautar Háskóla Íslands dags. 11.03.2010.
Þar er skorað á sveitarstjórnir að standa vörð um tómstunda og félagsstarf í
sveitarfélögum á núverandi umbrota- og óvissutímum og tryggja um leið jöfn tækifæri til
þátttöku í fjölbreyttu, faglegu frítíma- og tómstundastarfi.
Lagt fram.

2

6. Skýrsla forvarnardagsins.
Skýrslan “Þetta vilja þau” var lögð fram. Í henni er að finna samantekt úr verkefnavinnu
nemenda í 9. bekk á öllu landinu frá forvarnardeginum 30.09.2009. Í skýrslunni er að
finna svör ungmenna um aukna samveru með fjölskyldu, hvernig hvetja megi til frekari
þátttöku í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi og fresta því að hefja áfengisneyslu.
Lagt fram til kynningar.
7. Fundargerð frá stýrihópi fjölmenningar í Reykjanesbæ, dags. 05.03.2010.
Fundargerð lögð fram til kynningar. Kom fram að menningarfulltrúar allra sveitarfélaga á
Suðurnesjum voru boðaðir á fundinn og tók frístunda- og menningarfulltrúi þátt í honum
fyrir hönd. Sv. Voga. Málefni fjölmenningar verða tekin á dagskrá næsta fundar FMN.
8. Fundargerð frá fundi um málefni Vinnuskóla, dags. 17.03.2010.
Fundargerð frá samráðsfundi þeirra aðila sem halda utan um rekstur Vinnuskóla hjá
íslenskum sveitarfélögum lögð fram til kynningar. Fundurinn fór fram í Ráðhúsi
Árborgar 17.03.2010.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:59.

Getum við bætt efni síðunnar?