Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

15. fundur 21. apríl 2010 kl. 18:30 - 20:00 Félagsmiðstöð

15. fundur Frístunda- og menningarnefndar Sveitarfélgsins Voga haldinn í
Félagsmiðstöðinni við Hafnargötu mánudaginn 21.04.2010 kl. 18:30.
Mættir fundarmenn: Bergur Álfþórsson, Brynhildur Hafsteinsdóttir, Helga

Ragnarsdóttir og Kristján Árnason.
Ólafur Þór Ólafsson (frístunda- og menningarfulltúi Sv. Voga) sat
einnig fundinn og ritaði fundargerð.
Marta Guðrún Jóhannesdóttir boðaði forföll og sat varamaður í
hennar stað. Ragnar Davíð Riordan boðaði einnig forföll og voru
varamenn hans forfallaðir.

1. Sumarstarf á vegum FMN.
Frístunda- og menningarfulltrúi lagði fram minnisblað um sumarstarf á vegum FMN.
Lagt fram.
2. Dagskrá vegna afmælis Sv. Voga.
Rætt var um dagskrá vegna afmælis Sv. Voga. Kom fram að málþing fer fram 24.04.2010
að því tilefni. Þá eru Stóru-Vogaskóli og Suðurvellir eru byrjuð að undirbúa
afmælisverkefni skólanna sem fer fram í haust.
FMN leggur til að dagskrá í tilefni af afmæli Sv. Voga verði jafnframt í tengslum við
Fjölskyldudaginn 2010.
3. Fjölskyldudagurinn 2010.
Rætt var um dagskrá Fjölskyldudagsins 2010 sem fer fram laugardaginn 14. ágúst.
Farið yfir nokkur atriði sem tengjast Fjölskyldudeginum. Ákveðið taka nánari umræður
um dagskrá dagsins á næsta fundi FMN.
4. Sumarskipulag í Íþróttamiðstöð.
Frístunda- og menningarfulltrúi lagði fram minnisblað með sumarskipulagi í
Íþróttamiðstöð.
Lagt fram.
5. Fjölmenning.
Umræðum haldið áfram frá síðasta fundi, sjá í 7. máli 14. fundar FMN 22.03.2010.
Stefnt er að því að hafa dagskrá tileinkaða fjölmenningu verði á föstudegi fyrir
Fjölskyldudaginn. Dagurinn verði kynntur í sumarbæklingi sem kemur út í maí og þar
óskað eftir þátttöku.

2

7. Fundargerð fundar menningarfulltrúa, dags. 18.03.2010.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
8. Fundargerð fundar menningarfulltrúa, dags. 08.04.2010.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:00.

Getum við bætt efni síðunnar?