Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

16. fundur 17. maí 2010 kl. 18:00 - 19:30 Félagsmiðstöð

16. fundur Frístunda- og menningarnefndar Sveitarfélgsins Voga haldinn í
Félagsmiðstöðinni við Hafnargötu mánudaginn 17.05.2010 kl. 18:00.
Mættir fundarmenn: Bergur Álfþórsson, Marta Guðrún Jóhannesdóttir, Kristján

Árnason og Sigríður Ragna Birgisdóttir.
Ólafur Þór Ólafsson (frístunda- og menningarfulltúi Sv. Voga) sat
einnig fundinn og ritaði fundargerð.
Ragnar Davíð Riordan boðaði forföll og sat varamaður í hans stað.
Brynhildur Hafsteinsdóttir boðaði einnig forföll og voru varamenn
hennar einnig forfallaðir.

1. Fjölskyldudagurinn 2010.
Lögð voru fram drög að dagskrá Fjöskyldudagsins 2010, sem fer fram laugardaginn 14.
ágúst n.k.
Frístunda- og menningarfulltrúi mun boða formenn félaga til funda um fjölskyldudaginn
og FMN mun funda aftur um dagskrá dagsins fyrir lok júní 2010.
Lagt fram.
2. Sumarbæklingur 2010
Lögð voru fram drög að sumarbæklingi ársins 2010. Kom fram að hann fer í prentun í
þessari viku og í dreifingu í beinu framhaldi af því.
FMN leggur til að gjaldskrá í sumarnámskeið verði rúnuð af þannig 4 daga námskeið
kosti kr. 2.400,- hálfan daginn og kr. 4.700,- allan daginn og 5 daga námskeið kosti kr.
2.650,- hálfan daginn og kr. 5.300,- fyrir allan daginn. Verð í hádegishressingu verði
óbreytt.
3. Sumarstörf á vegum Sveitarfélagsins Voga.
Lagt fram minnisblað um sumarstörf á vegum FMN sumarið 2010 og fyrirhuguð störf
sem verða unnin í samstarfi við Vinnumálastofnun.
Lagt fram.
4. Framkvæmdir við íþróttasvæði.
Lögð voru fram gögn vegna útboðs á framkvæmdum við íþróttasvæði.
Lagt fram.

2

5. Sundlaug. Áfangaskýrsla frá Verkfræðistofu Suðurnesja.
Lögð var fram áfangaskýrsla frá Verkfræðistofu Suðurnesja dags. í apríl 2010 vegna
sundlaugar. Þar er lagt mat á þörf á framkvæmdum við sundlaug.
FMN felur frístunda- og menningarfulltrúa að senda skýrsluna til Eignarhaldsfélagsins
Fasteignar hf. og óska eftir formlegum viðbrögðum.
Lagt fram.
6. SamSuð-fundargerð, dags. 28.04.2010.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
7. Fundargerð fundar menningarfulltrúa, dags. 28.04.2010.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
8. Fundargerð fundar menningarfulltrúa, dags. 08.05.2010.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?