Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

67. fundur 26. janúar 2015 kl. 18:00 - 18:00 í StóruVogaskóla
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Marta G. Jóhannesdóttir varaformaður
  • Brynhildur Hafsteinsdóttir aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason aðalmaður
  • Guðbjörg Kristmundsdóttir 1. varamaður
  • Svava Bogadóttir, skólastjóri
  • Inga Þóra Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Anna Sólrún Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Heimsóknir trúfélaga í grunnskólann

1409028

Ingibjörg A. Axelsdóttir hvetur fræðsluyfirvöld til að móta stefnu um trúarbragðafræðslu.
Lagður fram tölvupóstur Ingibjargar Axelsdóttur dag. 28.09.2014, vegna heimsóknar Gideonsfélagsins í grunnskólann. Bréfritari spyr hvort sveitarfélagið hafi sett sér reglur um samskipti skóla og trú- og lífsskoðunarfélaga, og hvort til standi að setja slíkar reglur. Bréfritari hvetur sveitarfélagið til að setja sér slíkar reglur. Með fundargögnum fylgir einnig afrit af tölvupósti skólastjóra Stóru-Vogaskóla dags. 26.09.2014, sem sendur var foreldrum barna í 5. bekk skólans í tengslum við heimsókn Gideonsfélagsins. Þá fylgir einnig með í fundargögnum drög að viðmiðunarreglum um samskipti Stóru-Vogaskóla við trúar- og lífsskoðunarfélög.
Nefndin gerði orðalagsbreytingar á drögunum og samþykkti þau þannig breytt sem viðmiðunarreglur um samskipti Stóru-Vogaskóla við trúar- og lífsskoðunarfélög.

2.Fjárhagsáætlun 2015-2019

1407008

Fjárhagsáætlun málaflokksins kynnt.
Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir 2015 - 2018 lögð fram til kynningar, ásamt minnisblaði bæjarstjóra um fjárhagsáætlun málaflokks Fræðslumála fyrir árið 2015.

3.Breytingar á aðalnámskrá grunnskóla og stuðningur við innleiðingu námskrár.

1412004

Bréf mennta- og menningarmálaráðuneytis frá 24.11.2014 um breytingar á aðalnámskrá grunnskóla og stuðning við innleiðingu námskrár.
Lagt fram bréf Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 24.11.2014 um breytingar á aðalnámskrá grunnskóla og stuðning við innleiðingu námskrár.

4.Skólanámskrá Stóru-Vogaskóla 2014-2015

1501013

Kynning á skólanámskrá Stóru-Vogaskóla fyrir yfirstandandi skólaár.
Almennur hluti Skólanámskrár Stóru-Vogaskóla lögð fyrir skólaárið 2014 - 2015 lögð fram og kynnt.

5.Starfs- og sjálfsmatsáætlun

1501014

Starfs- og sjálfsmatsáætlun Stóru-Vogaskóla kynnt.
Starfs- og sjálfsmatsáætlun 2014 - 2015 lögð fram og kynnt.

6.Nemendakönnun skólapúlsins

1501015

Kynntar niðurstöður nemendakönnunar skólapúlsins.
Nemendakönnun Stóru-Vogaskóla 2014 - 2015 lögð fram og kynnt. Könnunin er unnin af Skólapúlsinum og var síðast uppfærð 5. janúar 2015.

7.Rekstrarupplýsingar Skólavogar 2013

1501016

Upplýsingarnar verða kynntar á fundinum.
Á fundinum kynnti skólastjóri rekstarupplýsingar Stóru-Vogaskóla sem fram koma í Skólavoginni fyrir árið 2013.

8.Samræmd próf - samantekt

1501017

Kynntar niðurstöður samræmdra prófa í Stóru-Vogaskóla
Lögð fram til kynningar niðurstöður samræmdra prófa í Stóru-Vogaskóla í 4., 7. og 10. bekk.
Næsti fundur nefndarinnar er ráðgerður 23.mars 2015 kl. 18:00.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?