Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

88. fundur 17. febrúar 2020 kl. 17:30 - 18:55 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Baldvin Hróar Jónsson varaformaður
  • Elísabet Ásta Eyþórsdóttir aðalmaður
  • Eðvarð Atli Bjarnason aðalmaður
  • Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Anna Sólrún Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
  • María Hermannsdóttir, Leikskólastjóri
  • Hálfdan Þorsteinsson, skólastjóri
  • Jóhannes Pétur Héðinsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Skýrsla Menntamálastofnunar um framkvæmd samræmdra könnunarprófa

1912027

Hálfdan Þorsteinsson skólastjóri Stóru-Vogaskóla kynnir skýrslu Menntamálastofnunar um samræmd könnunarpróf í 4. og 7. bekk haustið 2019.
Lagt fram
Í máli skólastjóra kom fram að framkvæmd prófanna hefði gengið vel, jafnt hér sem og á landinu öllu.
Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Fræðslunefnd þakkar skólastjóra fyrir greinargóða yfirferð.

2.Skóladagatal Stóru-Vogaskóla 2020-2021

2002020

Hálfdan Þorsteinsson skólastjóri Stóru-Vogaskóla leggur fram Skóladagatal Stóru-Vogaskóla fyrir skólaárið 2020-2021 til umsagnar og samþykktar fyrir nefndina.
Samþykkt
Almenn yfirferð skólastjóra með nefndinni um skóladagatalið.
Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Fræðslunefnd samþykkir Skóladagatal 2020 - 2021.

3.Ársskýrsla Heilsuleikskólans Suðurvalla 2019

2002019

María Hermannsdóttir skólastjóri Heilsuleikskólans Suðurvalla kynnir ársskýrslu skólans fyrir árið 2019.
Lagt fram
Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Skýrslan kynnt og lögð fram. Fræðslunefnd þakkar leikskólastjóra fyrir greinargóða yfirferð skýrslunnar.

4.Umbótaáætlun vegna ytra mats Heilsuleikskólans Suðrvalla

2002018

María Hermannsdóttir skólastjóri Heilsuleikskólans Suðurvalla kynnir umbótaáætlun skólans sem unnin var í framhaldi af skýrslu um ytra mat skólans.
Lagt fram
Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Fræðslunefnd samþykkir að taka erindisbréf nefndarinnar til umfjöllunar á næsta fundi nefndarinnar, með vísan til ábendinga sem fram koma í ytra mati leikskólans og umbótaáætlun leikskólans.
Umbótaáætlunin er að öðru leyti lögð fram til kynningar.

5.Endurskoðun aðalskipulags kjörtímabilið 2018 - 2022

1806008

Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri kynnir málið. Fræðslunefnd er gefinn kostur á að gefa umsögn um endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Lagt fram
Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Málið kynnt. Fræðslunefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að við mótun fræðslustefnu sveitarfélagsins verði hugað að samþættingu við Suðurnesjabæ, þar sem fyrirhugað er samstarf um skólaþjónustu sveitarfélaganna beggja. Jafnframt er upplýst að Suðurnesjabær hyggst einnig vinna að mótun skólastefnu sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 18:55.

Getum við bætt efni síðunnar?