Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

3. fundur 29. apríl 2002 kl. 17:00 - 19:05 Iðndal 2

3. Fundur fræðslunefndar Vatnsleysustrandarhrepps haldinn þann 29. apríl 2002,

kl.: 17 00 að Iðndal 2, Vogum.

 

Mættir voru : Þóra Bragadóttir, Júlía Gunnarsdóttir, Snæbjörn Reynisson, Elísabet

Reynisdóttir og Oktavía Ragnarsdóttir, Jón Elíasson, Ragnhildur Sigmundsdóttir.

 

1. mál. Leikskólinn Suðurvellir.

a) Ragnhildur Sigmundsdóttir fór fram á að hreppurinn leggi fram markmið með

rekstri leikskólans og spurðist fyrir um hvort og hvaða valkostir byðust þeim sem

ekki vilja nota þjónustu leikskólans. Nefndarformaður lagði til að nýrri sveitarstjórn

og fræðslunefnd yrði falið að móta þá stefnu og markmið.

 

2. mál. Skólamál.

a) Starfsmannamál. Snæbjörn lagði fram upplýsingar um umsækendur um

kennarastörf. Ennþá er von á fleirri umsóknum.

b) Skipulag næsta skólaárs. Snæbjörn gerði grein fyrir skipulagi næsta skólaárs og

kynnti hugmyndir um breytta nýtingu á skólastofum.

 

c) Rætt var um áfangakerfi, kosti þess og galla og hvernig mætti, og ætti, að nýta það

í Stóru – Vogaskóla. Lagt ver fram skjal frá Hvlosskóla sem útlistar slíkt kerfi.

Fræðslunefnd er hlynnt slíkri framkvæmd.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19 05

Undirritaðir.:

Þóra Bragadóttir,

Elísabet Reynisdóttir,

Oktavía Ragnarsdóttir,

Júlía Gunnarsdóttir,

Snæbjörn Reynisson,

Jón Elíasson,

Ragnhildur Sigmundsdóttir.

Getum við bætt efni síðunnar?