Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

7. fundur 04. október 2002 kl. 19:00 - 20:45 Iðndal 2

7. fundur ársins 2002 í fræðslunefnd Vatnsleysustrandarhrepps haldinn

mánudaginn 4. okt kl.: 19 00 að Iðndal 2, Vogum.

Mættir eru : Lena Rós Mattahíasdóttir, Helga Friðfinnsdóttir, Kjartan Hilmisson, ,

Snæbjörn Reynisson, Erna Margrét Gunnlaugsdóttir, Elsa Lára Arnarsdóttir og Ólafur

Tryggvi Gíslason sem jafnframt ritar fundargerð.

1. mál Leikskóli.

Reykingar starfsmanna í vinnutíma. Móðir kvartaði yfir því að hún hafi komið í

leikskólann og fannst vanta starfsfólk á staðinn vegna þess að starfsmenn voru

fjarverandi vegna reykinga. Leikskólastjóri ber því við að reykingar eru aðeins

framkvæmdar í kaffipásum.

Fræðslunefnd hvetur til þess að starfsfólk uppeldisstofnanna reyki ekki á vinnutíma.

Taka má fram að starfsmenn Stóru Vogaskóla reykja ekki á vinnutíma.

 

2. mál Grunnskóli.

a. Afmæli Stóru Vogaskóla.

Fyrsta okt 1872 var skólahald hafið hér í hreppnum, fyrir 130 árum. Skólastjóri

vill af þessu tilefni nýta tvo daga úr þemaviku til verkefnavinnu í tengslum við

afmælið og halda veglega veislu í lokinn.

b. Málefni nemendaráðs.

Lena kynnti fyrir fræðslunefnd að nemendaráðsnámskeið var haldið á vegum

samsuð sem tókst mjög vel. Í framhaldi ætlar skólastjóri að taka upp þá venju að

boða til sameiginlegs fundar með nemendaráði, foreldraráði og kennararáði

tvisvar á ári.

.

3. mál Annað

a. Námskeið í sálrænni skyndihjálp. Lena hefur haft samband við Carlos sóknarprest

okkar um námskeið í sálrænni skyndihjálp fyrir félagsstarfskennara,

tómstundafulltrúa og tómstundaleiðbeinendur á Suðurnesjum. Fræðslunefnd hvetur

til þess að slíkt námskeið verði haldið fyrir kennara í Leikskólanum og

Grunnskólanum.

b. Samvinna upplýsingarit um skólastarfið er í vinnslu.

 

Fundi slitið klukkan 20.45

Getum við bætt efni síðunnar?