Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

8. fundur 02. desember 2002 kl. 19:00 - 20:20 Iðndal 2

8. fundur ársins 2002 í fræðslunefnd Vatnsleysustrandarhrepps haldinn

mánudaginn 2. des. kl.: 19 00 að Iðndal 2, Vogum.

Mættir eru : Lena Rós Mattahíasdóttir, Helga Friðfinnsdóttir, Kjartan Hilmisson, Bergur

Álfþórsson, Þorbera Fjölnisdóttir, Ragnhildur Sigmundsdóttir, Snæbjörn Reynisson,

Erna Margrét Gunnlaugsdóttir og Ólafur Tryggvi Gíslason, sem jafnframt ritar

fundargerð.

1. mál Leikskóli.

a. Það kemur starfsmaður frá barnahúsi eftir beiðni stjórnar foreldrafélagsins í

leikskólann til að fræða starfsfólk um ferlið “grunur um misnotkun barna”.

b. Ragga er að undirbúa drög að reglum fyrir leikskólann.

2. mál Grunnskóli.

a. Afmæli Stóru Vogaskóla. Það kom nánast helmingur hreppsbúa að sjá

sýningu barnanna og þiggja veitingar. Er sá fjöldi nokkuð meiri en búist var

við. Er það álit manna að vel hafi tekist til. Kvennfélagið gaf skólanum DVD

spilara í tilefni afmælisins og kemur hann að mjög góðum notum. Sýning

barnanna verður látinn standa uppi eitthvað lengur.

b. Tilraun hefur verið gerð í 8 – 10 bekk, að hafa umbunarkerfi til hliðar við

refsipunktakerfi skólans. Hefur þetta kerfi verið notað í u.þ.b. einn mánuð til

hliðar við gamla kerfið með góðum árangri.

.

3. mál Annað

a. Lesið yfir erindisbréf. Erindisbréf rætt og vaknaði sú spurning hvort

mannekja frá foreldraráði ætti ekki að vera á fundum.

Einnig rætt þörf á afþreigingu fyrir börnin í skólanum utan kennslutíma. Vantar

tónmenntakennslu í skólanum. Eins og staðan er í dag er ekki pláss fyrir

afþreigingu og tónmenntakennslu í skólanum.

b. Fræðslunefnd ætlar að boða formann foreldraráðs og foreldrafélags á næsta

fund.

Fundi slitið klukkan 20.20

Getum við bætt efni síðunnar?