Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

4. fundur 12. ágúst 2002 kl. 18:00 Iðndal 2

4. fundur ársins 2002 í fræðslunefnd Vatnsleysustrandarhrepps haldinn

mánudaginn 12. ágúst kl.: 18 00 að Iðndal 2, Vogum.

Mættir eru : Lena Rós Mattahíasdóttir, Helga Friðfinnsdóttir, Kjartan Hilmisson, Margrét

Baldursdóttir, Erna Margrét Gunnlaugsdóttir, Anna Rut Sverrirsdóttir og Ólafur Tryggvi

Gíslason sem jafnframt ritar fundargerð.

1. mál. Kosning varaformanns og tilnefning ritara fræðslunefndar.

Helga Friðfinnsdóttir er kosinn varaformaður og Ólafur Tryggvi Gíslason er kosinn ritari.

Samkvæmt afgreiðslu hreppsnefndar er efsti hverrar nefndar formaður þ.e. Lena Rós

Matthíasdóttir.

2. mál Leikskólinn Suðurvellir

a) Vinnureglur varðandi innritun. Vantar stefnu í sölu á vistun barna. Á umsókn að

vera bundin búsetu / lögheimili í hreppnum. Vantar vinnureglur varðandi lengd vistunar

með tilliti til aldurs. Þarf að kanna reglugerðir og lög (Ragga og Helga). Tillaga

leikskólastjóra tveir biðlistar, einn fyrir yngstu börnin og annar fyrir þau eldri. Þá vill

leikskólastjóri sjá takmörkun á stundafjölda í vistun yngstu barnanna (1-2 ára).

3. mál Stóru-Vogaskóli

a) Sérkennsluþörf skólaárið 2002-2003. Fræðslunefnd leggur blessun sína yfir

tillögu skólastjóra að viðbótarúthlutun kennslustunda. Um er að ræða 5 klst. til viðbótar í

sérkennslu frá síðasta skólaári.

b) Umsókn um flutning milli skóla, úr Stóru-Vogaskóla í grunnskóla í Hafnafirði.

Um er að ræða einstakling í 10. bekk og Lenu falið að athuga hvort nemandinn ætli að

skipta um lögheimili.

c) Umsóknir um auglýstar stöður við Stóru-Vogaskóla. Snæbjörn kynnti

ráðningar.

4. mál Annað

a) Einstaklingsbundið nám á 21. öldinni. Kynnt af Lenu.

b) Snæbjörn sagði frá fyrirhuguðu námskeiði fyrir kennara í ágúst. Meiningin er

að kenna kennurum að bregðast rétt við við óvæntar uppákomur í kennslustund.

c) Fræðslunefnd óskar eftir endurskoðun á erindisbréfi nefndarinnar vegna

breytinga á nefndinni.

d) Foreldrafélag og foreldraráð virðast ekki vera virk félög. Snæbjörn gerði okkur

grein fyrir því að hann er að reyna að setja saman foreldraráð.

e) Þarf að kanna rétt tvítyngdra barna í Stóru-Vogaskóla. Snæbjörn hefur þegar

fengið pólskan kennara. Athuga þarf með fjármagn og skildu sveitarfélagsins.

f) Snæbjörn greinir frá árangurtengdri skiptingu á elstu nemendum Stóru-Vogaskóla.

Gekk vel á síðasta ári og á að auka slíka kennsluhætti.

g) Fundardagur og tími ákveðinn. Fyrsti mánudagur hvers mánaðar kl. 19:00.

Fylgiblað vegna Stóru-Vogaskóla.

Fylgiblað: Hugmyndir um skólatíma leikskólans.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:10

Getum við bætt efni síðunnar?