Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

2. fundur 03. febrúar 2003 kl. 19:00 - 21:30 Iðndal 2

2. fundur ársins 2003 í fræðslunefnd Vatnsleysustrandarhrepps haldinn

mánudaginn 3. feb. kl.: 19 00 að Iðndal 2, Vogum.

Mættir eru : Lena Rós Matthíasdóttir, Magnús Jón Björgvinsson, Ragnhildur

Sigmundsdóttir, Margrét Baldursdóttir, Dagmar Eiríksdóttir, og Ólafur Tryggvi

Gíslason, sem jafnframt ritar fundargerð.

1. mál Leikskóli.

a. Gjaldskrárhækkanir. Fræðslunefnd óskar skýringa á gjaldskrárhækkunum

leikskólans, bæði á fæði og vistgjöldum. Fræðslunefnd óskar einnig eftir

sundurliðun á rekstri leikskólans frá síðasta ári.

b. Umræða kom upp um samsetningu fæðunnar á leikskólanum. Leikskólastjóri

upplýsti okkur um að þau mál væru í vinnslu í framhaldi af foreldrakönnun

sem gerð var í janúar.

c. Sos námskeið var haldið fyrir starfsmenn leikskólans. Ragnhildur skýrði

fræðslunefnd frá um hvað námskeiðið hefði kennt starfsfólkinu. Ragnhildur er

með fréttabréf í vinnslu, þar mun koma fram hvernig sos aðferðinni verði

beitt. Fræðslunefnd óskar eftir niðurstöðum könnunnar sem löggð var fyrir

foreldra barna. Námskrá verður lögð fram á næsta fundi.

d. Umræða um samræmt skóladagatal milli leikskóla og grunnskóla.

Fræðslulnefnd hvetur leikskóla og skóla að samræma skipulagsdaga skólanna.

 

2. mál Grunnskóli.

Vegna fjarveru skólastjóra verða umræður um sérúrræði vegna nemenda teknar

fyrir á næsta fundi.

 

3. mál Annað

a. Lena Rós kynnti okkur árangursvottunarkerfið þor. Lena leggur fram þá tillögu

að árangursvottunarkerfið verði tekið upp í samvinnu við skóla og íþróttastarf.

Málið verður tekið fyrir á næsta fundi.

 

Fundi slitið klukkan 21.30

Getum við bætt efni síðunnar?