Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga

4. fundur 07. apríl 2003 Iðndal 2

Fundargerð fræðslunefndar Vatnsleysustrandarhrepps.

 

4. fundur ársins 2003 í fræðslunefnd Vatnsleysustrandarhrepps haldinn

mánudaginn 7. apríl. kl.: 19 00 að Iðndal 2, Vogum.

Mættir eru : Lena Rós Matthíasdóttir, Ragnhildur Sigmundsdóttir, Snæbjörn

Reynisson, Helga Friðfinnsdóttir, Ólafur Tryggvi Gíslason, Bergur Álfþórsson,

Dagmar Eiríksdóttir, Oktavía Ragnarsdóttir og Erna Margrét Gunnlaugsdóttir, sem

jafnframt ritar fundargerð.

1. Leikskóli.

a. Námsskrá leikskólans Suðurvalla.

Námsskráin lögð fram og kynnt lítillega. Nauðsynlegt er að nefndarmenn fái eitt

eintak hver, þannig að þeir geti kynnt sér efni hennar fyrir næsta fund.

b. Stefnumótun er varðar dagvistun yngstu barna leikskólans.

Rætt var um að börn 12-18 mánaða geti ekki fengið lengri dagvistun en að

hámarki 6 klst. Einnig þarf að kanna hver þörfin er fyrir þennan aldur.

Ragnhildur ætlar að koma með tillögur varðandi dagvistun yngri barna fyrir næsta

fund.

c. Einsetning leikskóla.

Ragnhildur telur að það verði tiltölulega auðvelt að koma á einsetningu á

Suðurvöllum. Í grunnatriðum er verið að stefna að því að það þurfi ekki að keyra

dagskrána tvisvar á dag, eins og gert er í dag. Ragnhildur ætlar að koma tillögum

varðandi einsetningu til Lenu fyrir næsta fund, þannig að nefndarmenn geti kynnt

sér þau.

2. Grunnskóli.

a. Auglýsing um lausar stöður næsta skólaár.

Auglýsa þarf allar stöður sem leiðbeinendur gegna nú, en þær eru þrjár. Einn

kennari ætlar sér að fara í ársleyfi, þannig að það þarf að auglýsa stöðuna hans.

Einnig vantar kennara í sérkennslu, myndmennt, handmennt, upplýsinga- og

tæknimennt. Auglýst verður næstu helgi.

b. Samræmd próf í stærðfræði og íslensku næsta skólaár.

Bréf frá menntamálaráðuneytinu voru kynnt. Annars vegar bréf dags. 25. mars

2003 varðandi samræmd próf í íslensku og stærðfræði í 4. og 7. bekk haustið

2003. Hins vegar bréf dags. 12. mars 2003 varðandi samræmd próf í íslensku,

ensku, samfélagsfræði, dönsku, nátturúfræði og stærðfræði í 10. bekk vorið 2004.

 

Fundi slitið klukkan 20:45

Getum við bætt efni síðunnar?